Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 96
Hið gáfaða höfuð flugunnar
AÐ SUMU LEYTI eru höfuð
skordýranna betur úr garði
gerð en höfuð nokkurs annars
dýrs, maðurinn þar með talinn.
1 því búa hæfileikar til að inna
af hendi fleiri tegundir starfa á
margvíslegri hátt en um er að
ræða hjá hryggdýrum, hvort
heldur er fíll eða maður.
Þetta kemur fram af skýrslu,
sem dr. R. E'. Snodgrass, vís-
indamaður við Smithsonian-
stofnur^ina í B(andaríkjunum,
hefur fyrir skömmu birt, en
hann hefur gert rannsóknir á
þessu efni að ævistarfi.
Hann segir, að höfuð skor-
dýra sé gætt næsta fjölbreytt-
um skynfærum og líffærum til
að taka til sín fæðu, þannig úr
garði gerðum, að þau geta
starfað á mismunandi hátt eftir
þvi, um hvers konar fæðu er
að ræða.
Skynfærin eru bæði einföld
og fjölbreytt, augu og angar eða
þreifarar, sem eru i rauninni
eins konar loftnet, geysinæm
fyrir snertingu, ilman og í sum-
um tilfellum fyrir hljóði.
Þegar skordýrið tekur til sín
fæðu á hinn einfaldasta hátt,
getur það notað munn sinn til
að hremma, bíta, tyggja, en
einnig getur það breytt honum
þannig, að með honum megi
einnig sjúga eða hvort tveggja
í senn: stinga og sjúga. —
Hryggdýrin eru hins vegar að-
eins búin kjálkum til að bíta og
tyggja og tungu til að sleikja
og i sumum tilfellum lepja.
Þetta er í rauninni aðeins ein
einasta aðferð til að taka til
sín fæðu.
Þá verður hryggdýrið að
setja upp í sig bita af fæðunni
til þess að komast að raun um,
hvernig hún muni bragðast, þar
eð bragðfærin eru í munnin-
um. Bragðfæri skordýranna eru
hins vegar ekki í munninum,
heldur utan við hann, í sumum
tilfellum á fótunum, einkar
þægilega fyrir komið. Þannig er
skordýrið fært um að velja sér
heilnæma fæðu án þess að
setja hana upp í munninn.
Skordýr, sem hafa bitkjálka,
mylja eða tyggja fæðuna, áður
en hún er tekin upp í munninn,
og í öllum skordýrum liggur
farvegurinn frá munnvatns-
kirtlunum út úr munninum,
þannig að munnvatnið blandcist
fæðunni, áður en dýrið setur
hana upp í sig.
Af þessu verður séð, að ýmsir
kostir prýða höfuð skordýranna.
Þau eru á margan hátt gerólík
mannshöfði og taka þvi fram á
marga lund.