Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 24
32
ÚR VaL
hafa róandi áhrif á lieilastarf-
semina og draga þar með úr
taugaspennu, sem oft veröur þá
til þess að lækka blóðþrýst-
inginn. Önnur lyf víkka æðarn-
ar, svo að þær veiti blóðrás-
inni greiðari farveg. Þá vinna
visindamenn nú að tilraunum
með nýtt lyf, sem dregur úr
áhrifum enzýms decarboxylase,
— sem talið er, að eigi mikinn
þátt í hækkuðum blóðþrýstingi.
-—- Eitt þessara nýju lyfja,
alphamethyldopa, hefur þegar
reynzt virkt við áttatiu sjúklinga
af hundrað að meðaltali.
Hvernig ern horfurnar á að
halda alvarlega háum blóðþrýxt-
ingi í skefjum? Þær fara stöð-
ugt batnandi, — jafnvel þótt
sjúkdómurinn sé kominn á það
sig, að hann hljótti að teljast
lífshættulegur. „Þegar ég fór
fyrst að fást við þennan sjúk-
dóm fyrir 31 ári,“ segir dr.
Irvin Page, sem starfar við
sjúkrahúsið í Cleveland, „varð
hann að teljast 100% lífshættu-
legur, væri hann kominn á hátt
stig, og sjúklingnum bráður ald-
urtili búinn. En komizt sjúkl-
ingur með hættulega háan blóð-
þrýsting undir læknishendur í
tæka tíð nú — eða áður en nýr-
un eru algerlega úr sér gengin,
er unnt að halda sjúkdómnum
niðri,, jafnvel svo, að hann
valdi ekki sérlegum óþægindum.
Ég held, að fullyrða megi, að
sjúklingarnir geti iifað við
sæmilega líðan í tiu eða jafnvel
tuttugu ár og haldið nokkurn
veginn fullum starfskröftum.“
Hvað ber að gera þegaj- sjúk-
dómsins verður vart? Ef þú læt-
ur lækni þinn hafa stöðugt eftir-
lit með heilsu þinni, kemst hann
fljótlega að raun um, ef blóð-
þrýstingurinn verður óeðlilegur.
Segi annar læknir þér, — til
dæmis trúnaðarlæknir líftrygg-
ingafélags jsíns, — að blóðþrýst-
ingur þinn sé óeðlilega hár,
skaltu leita heimilislæknisins
tafarlaust, og reynist þetta rétt,
mun liann tafarlaust gera sínar
ráðstafanir. Ekki skaltu biðja
hann um nein sérstök lyf,þvi að
miða verður ráðstafanir gegn
sjúkdómnum við hvern einstakl-
ing. Ef til vill lætur læknirinn
þér ekki nein lyf í té fyrst í
stað, ekki fyrr en hann hefur
athugað eðli og orsakir sjúk-
dómsins nákvæmlega með tilliti
til þess, hvaða lyf henta.
Sem betur fer, hefur vonleysi
læknanna gagnvart þessurn sjúk-
dómi nú breytzt i raunhæfa
bjartsýni. Þú hcfur þvi fyllstu
ástæðu til sömu afstöðu.