Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 171
ÆVINTYRI MEÐ EÐLUM
179
ég honum reið. Það vildi mér
til happs að assa var orðin
stirð og þolláus af kyrrsetunni;
ég komst lika brátt upp á lag
ineð að bregða mér undir vængi
arnarins þegar hann veittist að
mér, en það áleit liann bersýni-
lega svikabragð, þvi að hann
reiddisf ákaflega, hlammaði sér
niður og barði jörðina með væng-
broddunum. En það fór að lok-
um eins og fyrri daginn — Dan
hafði betur, og eftir nokkra
daga var Aguila orðinn honum
svo hlýðinn, að hann ákvað að
sleppa honum algerlega lausum.
Fyrst í stað virtist hann ekki
gera sér ljóst að hann væri nú
laus við taugina við mig, en
þegar hann varð þess visari,
hækkaði hann óðara flugið með
kraftmiklu vængjataki unz hann
sveif hátt ofar tindum og lézt
hvorki heyra þegar Dan blístr-
aði, né sá kjötið, sem hann
reyndi að lokka hann með. Enn
-kom það að gagni að hann
þreyttist fljótt og varð að setjast,
en nú þótti okkur sýnt að hann
mundi kveðja okkur fyrir fullt
og allt áður en langt um liði.
Það var ég en ekki Dan, sem
fann ráð til að fá hann aftur
til baka. Undir niðri var hon-
um alltaf jafnilla við mig. Og
nú þurfti ég ekki annars við ef
hann flaug á brott, en veifa
höndunum og skamma hann —
þá sneri hann óðara við til að
veita mér ráðningu, en ég hljóp
á bak við Dan, sem neytti færis
og náði taki á leðurreimunum,
þegar hann ætlaði að ráðast á
mig.
Þegar á þessu hafði gengið í
nokkra daga gerðist örninn ró-
legri, svo að ekki þurfti að
beita neinum brögðum til þess
að hann kæmi aftur og æti kjöt-
bitann græðgislega úr hendi
Dans. Hann fór jafnvel að stilla
í hóf andúð sinni á mér; éta
kjötbitann úr lófa mér án þess
að reyna að taka einhvern fing-
urinn sem aukabita og loks að
setjast á glófann á hendi mér að
endaðri för.
En nú kom í ljós að það var
furðu lýjandi þegar til lengdar
lét að bera Anguila á hendi sér
um fjöll og firnindi, svo við
sáum fram á að við yrðum að
komast yfir stilltan og traustan
hest og venja hann við, áður en
við tækjum til við eðluveiðarn-
ar. Eftir nokkra leit og athugun
lceyptum við miðaldra og virðu-
lega hryssu í þvi skyni. Fyrst
reið ég með örninn á hendi mér
og var þá lítill poki dreginn
yfir haus honum svo hann sæti
kyrr á meðan hryssan var að
venjast honum og lyktinni af
honum. Þvi næst var pokinn
tekinn af hausnum á honum, og
loks voru þau orðin svo vön