Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 48
56
Ú R V A L
lögin né lífefnafræðin ætluðust
til þess, að allir lifðu í lukk-
unnar velstandi til dauðadags.
Við höfðum meira að segja svo
mikla skynsemi til að bera, að
við vissum, að eitthvað hlyti að
vera athugavert við þann mann,
sem ævinlega var hamingjusam-
ur — þvi að við vissum, að eitt
merki góðrar heilsu er einmitt
hæfiteikinn til að vera vansæll,
þegar erfiðleikar leita á, •— að
vera vansæll án þess að skamm-
ast sin fyrir það.
En allt hefur þetta breytzt.
Nú er það siður að marséra um
landið syngjandi um hamingj-
una og lýsa yfir því, að sérhver
vottur óánægju sé ónauðsynleg-
ur og ónáttúrlegur.
Aldrei fyrr í sögu mannkyns-
ins hafa svo margir vitað, hvað
leynilega amar að öðru fólki.
Nú er það kallað „innsæi“, sem
áður hét blátt áfram slúður-
burður. Venjuleg óánægja er nú
dæmd sem einkenni einhverrar
myrkrar sálsýki.
Nú á dögum þurfa allir að fá
„hjálp“, og hjálp táknar ekki
lengur aðstoð, ónei, nú táknar
hún „lækningu". Þér megið ekki
misskilja mig; ég hef ekkert á
móti sálfræðingum. Það er hlut-
verk þeirra —- og það meira
að segja mjög þarft hlutverk —
að hjálpa hinum þjáðu og sjúku.
En það, sr:n ég er á móti, er
hið nýja, „sálræna" hjúkrunar-
lið karla og kvenna, sem þegar
kemst að þeirri niðurstöðu, ef
þér eruð ekki alsæll, að þér sé-
uð sjúkur, ekki bara sjúkur i
venjulegri merkingu orðsins,
heldur hreint og beint sárþjáð-
ur.
Fólkið, sem fylgir þessari
hamingjutízku, er orðið afar
margt, og það krýpur allt við
altari skemmtunarinnar. Hefur
fullorðið fólk nokkurn tíma fyrr
gert sér jafnmikið far um að
sanna sjálfum sér og öðrum,
að það lifi skemmtilegu lífi?
Hefur nokkur meiri glæpur
verið framinn gegn máli okkar
en orðatiltæki eins og „skemmti-
stundir“, „skemmtibók“,
„skemmtilegur kunningi“? Við
vorum vön að kveðja með þeirri
stuttu og einföldu kveðju „bless“,
sem upphaftega er orðin til úr
þvi, er fólki var óskað blessun-
ar guðs. Nú heyrum við sagt:
„Skemmtu þér vel“, — sem
minnir óneitanlega á krakkaboð.
Orðið skemmtun var áður
notað um og fyrir börn. Full-
orðið fólk „skemmti sér“ ekki,
það naut gleði. Nú á dögum er-
um við svo fikin í hamingjuna,
að við höfum ekki aðeins tekið
upp kralckalæti fyrir hegðun
fullorðins fólks, heldur erum
við líka farin að breyta tilgang-
inum með lífi okkar. í stað þess