Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 59
LEÐURBLÖKTJR HEYRA í MYNDUM
67
ari, hvert af skynfærum leður-
blökunnar gæti skapað henni svo
nákvæma mynd af umhverfinu,
þegar sjónin kom ekki til greina.
Hann komst nefnilega brátt að
raun um, að augun geta ekki
orðið leðurblökunni að teljandi
gagni við að marka flugstefn-
una. Fyrst er það, að flestar teg-
undir þeirra hafa mjög smá
augu og auk þess svo ófullkomin
að skyggni, að þau eru ekki að
neinu leyti sambærileg að Ijós-
næmi eða sjónhæfni við augu
annarra þeirra dýra, sem ferðast
um að næturþeli og láta sjónina
ráða stefnu sinni. í öðru lagi
varð Spallanzani þess vísari, að
leðurblökur væru jafnhæfar til
að átta sig á fluginu, þótt bund-
ið væri fyrir augu þeirra. Hins
vegar reyndist þeim það með
öllu ógerlegt, ef troðið var í
hlustir jieirra. Eins og nærri má
geta, kom mönnum það ærið
einkennilega fyrir sjónir í þann
tíð, að umhverfisskynjunin gæti
verið háð heyrninni, •— að leð-
urblakan gæti skapað sér ná-
kvæma mynd af umhverfinu
fyrir endurkast hljóðsins. Þetta
virtist og enn fráleitara vegna
ess, að menn gátu ekki heyrt,
að hún gæfi frá sér nein hljóð.
Þess var þá enn langt að bíða,
að eðlisfræðingar uppgötvuðu,
að til væru hijóðbylgjur með
svo hárri sveiflutíðni, að mann-
legt eyra fengi ekki greint þær,
og virtist því blátt áfram fjar-
stæða að skýra hið örugga og
hijóða, vofukennda flug leður-
blökunnar í náttmyrkrunum á
þann hátt, að það gæti verið
hljóðsýn, sem beindi henni leið.
Það var meira að segja fyrir
hendingu, að hinum margfróðu
vísindamönnum á okkar tið
tókst að uppgötva þetta leyndar-
mál leðurblökunnar, og lausn
gátunnar kom þeim mjög á ó-
vart. Það var um 1930, að
bandaríski hljóðeðlisfræðingur-
inn Pierce prófessor hóf upp-
töku og rannsókn á þeim hljóð-
um, sem ýmsar dýrategundir
gáfu frá sér. Hafði hann látið
smíða í því skyni sérstök upp-
tökutæki, sem gerðu honum
fært að „skrásetja“ slik hljóð,
t. d. fuglasöng og skordýrasuð.
Þegar hann fór að vinna að
upptökunni, komst hann brátt
að raun um, að við getum ekki
heyrt hæstu hljóðin, sem dýr
þessi gefa frá sér, nema að
nokkru leyti og að hljóð sumra
þeirra eru með svo hárri sveiflu-
tíðni, að manniegt eyra fær alls
ekki numið þau. Hann hugðist
skrásetja skræki leðurblökunnar
til þess fyrst og fremst að „eiga
þá i safninu“, og veitti dýra-
fræðingur nokkur, Griffin að
nafni, honum aðstoð við upp-
tökuna. Sér til mikillar undrun-