Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 57
FURÐUHEIMUR TAUGASTARFSEMINNAR
65
endurskipuleggja daglegt líf sitt.
Ef þér takið of mikinn þátt í
æsandi líferni eða lifi'ð í algerri
kyrrstöðu og yður finnst það
vera farið að liafa áhrif á vel-
líðan yðar, sem stafar af því,
að hraðaaukandi eða hraða-
minnkandi taugum er ofboðið,
má búast við, að líkaminn fari
að kvarta undan meðferðinni.
Til glöggvunar og skilnings.
KONA: Vera, sem getur talað sig út úr öllu, sem til er, —
nema talsímaklefanum.
TÆKIFÆRISSINNI: Maður, sem hlýðir vendilega á það, sem
þú segist mundu vilja að fá framgengt, fer svo og gerir það
fyrir sjálfan sig.
ÞOLINMÆÐI: Sú list að bíða, unz fyrsta yfirferðin af olíu-
málningunni er orðin þurr, áður en þú byrjar á næstu.
FRÆÐSLA: Það, sem gerist, þegar urmull fræðiatriða flyzt
úr minnisbók kennarans yfir í blýant nemandans og þaðan niður
á spássiurnar á bókinni hans, en fer þó í gegnum heilabúið á
hvorugum.
MÓÐURGLEÐI: Sú tilfinning, sem móðirin kennir, þegar öll
börnin eru komin í rúmið og sofnuð.
STÚDENT: Maður, sem hefur fengið tækifæri til að hljóta
góða menntun.
FYRSTU ELLIMÖRKIN: Þegar maður er „langt niðri“ í marga
daga eftir að hafa verið „hátt uppi“ eitt kvöld.
AÐALSMAÐUR: Maður, sem hefur þjón, sem hefur þjón, sem
hefur þjón, sem hefur fágaðri framkomu en aðalsmaðurinn.
SÓLMYRKVI: Þegar feit kona stendur upp innan um liggj-
andi fólk á baðstað.
NÚTÍMAMAÐURINN hefur reynt þá óvissu, sem það hefur
í för með sér að trúa engu, og sökum þess, hve óvissan er óbæri-
leg, hefur hann lent út í því að trúa nærfellt hverju, sem er.
— Dr. Georg Arthur Buttrick.
EF konan þin veitir þér réttláta meðferð, — þá þakkaðu
guði! — Philadelpia News.