Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 72
80
ÚR VAL
skorðum, þar sem stöðug öndun
geti þá farið fram.
Á ári hverju láta þúsundir
manna lífið á þann hátt, að
þeir kafna af gasi eða reyk,
drukkna eða farast á svipaðan
hátt. Þrír fjórðu hlutar þessara
slysa verða í heimahúsum eða
nágrenni. Fróðir menn telja, að
bjarga mætti fjölda fórnarlamba,
ef allir þekktu hina nýju aðferð,
sem hér hefur verið nefnd
björgunaröndun.
Heilafrumur manna deyja eða
skaddast óbætanlega á þremur
til fimm mínútum, ef þær fá
ekki súrefni.
í neyð ættu menn að hefja
þegar í stað öndun í munn hins
nauðstadda og þegar er færi
gefst, fá einhvern til að ná i
iækni.
Áður en öndun hefst, skal
hreinsa öll óhreinindi úr munni
og koki með því að snúa höfði
á hlið og þurrka munn og kok
með fingrum eða dulu.
Aðferð við fullorffna.
Setjið þumalfingur vinstri
handar á milli tanna hins nauð-
stadda. Haldið i höku hins nauð-
stadda, og látið böfuðið snúa
upp. haldið fyrir nefið með
hægri hendi. Dragið djúpt and-
ann, og mynnizt þétt við hinn
nauðstadda. Andið frá yður
þannig, að brjóstkassi hins nauð-
stadda lyftist. Endurtakið önd-
unina með þriggja til fjögurra
sekúndna millibili.
Affferð viö börn.
Leggið báðar hendur á kjálka-
barð barnsins fyrir neðan eyrna-
sneplana, og opnið munnvikin.
Látið höfuðið snúa upp. Ýtið
neðri vör barnsins niður á við
með þumalfingrum. Látið ekki
munninn lokast. Andið að yður,
og leggið munn yðar fast að
munni barnsins (ef um smábarn
er að ræða, þarf að þekja nefið
líka). Andið rólega frá yður,
þar til brjóstið lyftist. Takið
munnin frá, og látið barnið
anda frá sér. Endurtakið á
tveggja til þriggja sekúndna
fresti. Ef um smábörn er að
ræða, riður á að anda létt.
SÚ SAGA er sögð um ungan lækni, þegar hann hélt í fyrsta
sinn í hönd unnustunni, er hann var að reyna að ná i hana og
hún að gefa honum undir fótinn, að hann fikraði sig ósjálfrátt
upp eftir úlnliönum, tók um slagæðina og fór að telja upphátt!