Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 143
BORGIR Á HAFSBOTNI
151
fornleifarannsóknir neSan sjáv-
ar.
Veggir rómverska hússins
fundnir.
Sjálfboðaliðar dr. Beaucaires
við uppgröft borgarinnar voru
]iegar þaulvanir við fornleifa-
störf á landi. Þeir mældu svæði,
er náðu frá tíu til 500 metra
frá ströndinni. Voru þar viða
fen og dýpi frá þrem til 15 feta.
Fyrsta verkefni þeirra félaga
var að ná burt efsta sandlaginu.
undir þvi fundu þeir lag af þétt-
um leir, um það bil 30 þuml-
unga á þykkt. Og loks fundu
þeir svo rómverskt hús sér til
mikillar ánægju.
Þetta var langt frá því að
vera auðvelt verkefni. Hakar
og rekur voru notuð undir
Sjávarmáli. Ryðja varð úr vegi
geysimiklu af sandi, möl og leir.
Margir rúmmetrar af jarðvegi
voru síaðir, til þess að fram
kæmi hver smáhlutur, sem ann-
ars hefði farið forgörðum. Inn-
an við hálfhrunda veggi hins
rómverska húss kom fram í
dagsljósið heimilisaltari um-
kringt leirlömpum. Leirinn
hafði varðveitt hvert smáatriði.
Meðal þess, sem fannst, voru
ýmis búsáhöld, svo sem drykkj-
arkrúsir og ostamót.
Þessir hlutir eru nú til sýnis
i litlu safni í Fos. Nákvæm
rannsókn á þeim gaf skýra
mynd af heimilislífi i róm-
verskri nýlendu. Þarna hafði
sjórinn varðveitt tímabil sög-
unnar, sem landið hafði löngu
týnt.
Sagan af Port Rogal.
Ef við bregðum okkur vestur
um haf, komum við að helztu
höfn eyjarinnar Jamaícu í Vest-
ur-Indíum, sem verið hefur eign
Breta frá þvi 1655. Á sautjándu
öld hafði Port Royal orð fyrir
að vera illræmdasta borg ver-
aldar. íbúarnir voru af ýmsu
bergi brotnir, en áttu þó eitt
sameiginlegt: Þeir höfðu næst-
um allir flúið réttvísina.
Port Royal var ekki aðeins
miðstöð þrælasölu, heldur var
þar einnig öruggt hæli sjóræn-
ingja og annarra þorpara. Hún
stóð á hátindi frægðar sinnar
á tímum sjóræningjans Henry
Morgans. Hann notaði hina á-
gætu höfn og vel víggirta strönd-
ina sem aðsetur sitt, og þaðan
fór hann í ránsferðir sínar til
spánskra borga um allt Karíba-
haf.
Þrátt fyrir fagurt umhverfi
var Port Royal skítug og ljót
borg. Hún var eingöngu byggð
á sendinni landspildu, sem gekk
í sjó fram. Jafnvel tveggja til
fjögurra hæða múrsteinsbygg-
ingar, sem mynduðu miðborg-