Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 114
122
UR VAL
Hann hélt, að það væri hér
um bil nóg.
En helmingi verri er prestur-
inn þó.
Svo fór að lokum, að lífskjör
konu þeirrar, er hér átti hlut að
máli, urðu henni of þung byrði,
og ævi hennar lauk með svip-
legum og sorglegum hætti.
Þessar endurminningar mínar
má ekki skilja þannig, að allir
hafi átt við vesæl kjör og erfið-
leika að búa. Innan um voru
bændur, er sátu á stórbýlum, á
þann mælikvarða, er þá var, —
menn sem sköruðu fram úr í
hagsýni og fyrirhyggju eða var
eins og lagt alit upp í hendur
með arfi til að komast áfram i
lífinu, gerðu út fleiri en eitt skip
frá heimili sínu, höfðu margt
bjúa, sem höfðu langan vinnudag
fyrir lítið kaup. Slíkir bændur
lifðu eins og kóngar í ríki sinu.
En þeir voru tiltölulega sára-fá-
ir. Allur fjöldinn átti við fátækt
og erfiðleika að striða og það
svo mjög, að nútímafólki mundi
finnast þau lífskjör óbærileg.
Maður hlýtur næstum því að
undrast, hvaða seigla hefur ver-
ið í fólkinu, að það skyldi ekki
bugast meira en raun varð á.
Til þess liggja sennilega einkum
tvær ástæður. Sú fyrri er, að
á því hefur sannazt gamli máls-
hátturinn: Svo má illu venjast
að gott þyki. Siðari ástæðan er
guðstrúin og guðstraustið er
það bar i brjósti.
í þá daga vandist fólkið strax,
er það var börn að aldri — og
þau svo ung, að þau hafa ekki
skilið fyrst, — að læra falleg
vers og bænir.
Þannig hefur guðstraustið
myndazt í barnssálunum við
versin, sem þau lærðu ung, og að
þessu var svo hlúð með heimil-
isguðrækni, húslestrum á heim-
ilunum, kirkjuferðum og krist-
indómsfræðslu. Guðsorðabækur
voru víst um hönd hafðar á
öllum heimilum i þá daga. Með-
al þeirra var ein öðrum fremur,
sem áreiðanlega vantaði hvergi
og hefur vist verið öllum öðrum
slílcum bókum dýrmætari, og
jiað voru Passíusálmar séra
Hallrrrims Péturssonar. Þeir hafa
áreiðanlega verið öflugt andlegt
leiðarljós, sem hefur mjög bjálp-
að fólki til að standast erfið-
leika og raunir.
EKKERT er eins leiðinlegt og það að finna alla vita leyndar-
málið, sem þú hafðir lofað að geyma og aldrei segja.
— Liverpool Echo.