Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 77
ÓGLEYMANLEGUR MAÐVR
85
ur og stálhreimur í honum, mál
hans skýrt og setningar skipu-
legar, ræSur hans kryddaðar til-
vitnunum í ljóð og rit, — og
aldrei var hann illvígur, ill-
mælgi fyrirfannst ekki í munni
hans. Alltaf var hann kátur og
ágætur vinur jafnvel þeirra,
sem voru alls ekki sammála
honum, og aldrei skorti hann
dirfsku, þegar um nýjungar var
að ræða.
Bjarni varð fljótt formaður
félagsins og forystumaður út á
við og inn á við. hann var kos-
inn í hreppsnefnd af hálfu fél-
agsins og leiddi hreppsnefndina
árum saman. Hann var drif-
fjöðrin í búnaðarfélagi hrepps-
ins og fiskifélagi og sótti hvað
eftir annað ráðstefnur og þing
Alþýðusambandsins fyrir hönd
Bárunnar, húnaðarfélagsins og
fiskifélagsins enda formaður
ailra þessara félaga lengi. Yfir-
leitt hlóðust á hann störf fyrir
félögin, sem hann starfaði í og
hjá hreppnum, en þó var hann
skamma hríð oddviti hrepps-
nefndar, þó að flokkur hans
væri í hreinum meirihluta. Éin-
hvern veginn mun hann hafa
kinokað sér við að taka slíkt
að sér og félagar hans haft ó-
ijósan grun um, að hann væri
beztur til þess að vekja menn
og málefni, en síðri, þegar til
sjáifra framkvæmdanna kom.
Bjarni Eggertsson öfundaði
ekki nokkurn mann, að minnsta
kosti varð ég aldrei var við
það. Hann gladdist innilega, er
hann frétti af þvi, að einhverj-
um tókst það vel, sem hann
hafði ætlað sér, og var líkast
því, að hann sjálfur hefði orðið
fyrir happi. —- Hann fékk nýjar
hugmyndir á hverjum degi og
beið þá ekki boðanna, heldur
arkaði milli kotanna, gekk inn
án þess að berja að dyrum og
hóf umsvifalaust máls á þvi, sem
hann bar þá mest fyrir brjósti.
Og hugmyndir hans voru þá
ekki alltaf miðaðar við líðandi
stund, hugsunarhátt fólksins
dags daglega eða fjárhagslega
getu einstaklingsins.
Eitt sinn sat ég fund og
hlýddi á ræðu Bjarna. Hann var
að tala um barnafræðslu, mennt-
un, lestrarfélag og tryggingar.
Hann var bjartsýnn að vanda.
Fundarmenn sátu kyrrlátir,
horfðu á hann, hlustuðu á fljúg-
andi mælsku lians og brostu.
Allt í einu baðaði hann út
liöndunum, steig fram fyrir
horðið, sem hann hafði staðið
við, og hrópaði:
„Við verðum að henda svona
þrjátíu þúsundum í menningar-
málin hérna í þorpinu."
Ef til vill átta menn sig ekki
á því nú, hversu hátt flug hans
var, þvi að fáir hugsuðu um