Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 42
50
ÚR VAL
boðaSi nýja tímann á íslandi,
trúna á landið og þjóðstofninn
og hvatti til uppbyggingar og
menningarstarfa. Hann rétti
fólkinu hjólin og vélarnar í
hendurnar, fyrst skilvindurnar
og prjónavélarnar, þá nýtizku
stignar saumavélar og loks land-
búnaðartækin og heimilisvélarn-
ar.
Stefán var sifellt fræðandi i
ræðu og riti um nýtingu afurða
landsmanna. og á árunum 1901
—1905 gaf hann út tímaritið
Hlín, er flutti geysifjölbreyttan
hagnýtan fróðleik og hvatning-
argreinar.
Nú var það, eftir að til Reykja-
víkur kom, að þau hjónin sett-
ust að í leiguhúsnæði við Lauga-
veg 10. Stefán sótti þá um styrk
til Alþingis til þess að koma
upp trésmiðaverksmiðju í
Reykjavik. Ekki hlaut hann
hinn umbeðná styrk, en nokkr-
um missirum siðar lcomst skrið-
ur á þessa hugmynd, og -urðu
fyrstir til að koma henni i fram-
kvæmd Jóhannes Reykdal, sem
stofnaði trésmiðastöð í Hafnar-
firði, og nokkru síðar smiðir í
Reykjavík, er stofnuðu til fél-
agsskapar um verksmiðjuna Völ-
und.
Stefán hafði skrifað margt um
landbúnað, m. a. um smjörgerð,
alifuglarækt, um kjötverkun,
fjársölu, hagnýtingu og meðferð
mjólkur, svo að nokkuð sé nefnt.
Þegar þau hjón settust að á
Laugavegi 10, var engin mjólk
flutt til Reykjavíkur, svo að
mjólkurskortur var í bænum.
Stefán hófst nú handa og setti
á fót mjólkurbúð á Laugavegi
10, og var það hin fyrsta mjólk-
urbúð i bænum. Einnig hafði
hann þar brauðasölu. Stofnaði
til félagsskapar meðal bænda í
nágrenni Reykjavíkur um sölu
mjólkur. Sendi hann mann dag-
lega með klyfjahest út á Álfta-
nes til þess að sækja mjólkina,
en eftir að akfær vegur var
lagður þangað, sendi hann hest-
vagn. Hélt hann þessu áfram til
ársins 1903, en þá fluttist hann
í nýtt hús, sem hann hafði byggt
á Laugavegi 104 og nefndi húsið
Lund. Hann byggði húsið sjálf-
ur í ameriskum „villu“-stíl.
Stendur það enn og er nú Lauga-
vegur 124, á horninu á Rauðar-
árstíg og Laugavegi.
Þarna i Lundi hóf Stefán
markverðar framkvæmdir svo
sem víðar. í kjallara hússins
setti hann upp fyrstu gerilsneyð-
ingarstöð hér á landi. Pasteurí-
seraði hann mjólk og seldi í
flöskum út i bæinn. Þótti það
mikil og góð nýbreytni. Þá
setti hann upp vindmyllu og
malaði þar m. a. bankabygg og
rúg heilan til þess að fá betra
mjöl í brauð. Lét hann bakara