Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 45
ÞÚSVND ÞJALA SMIÐUR
53
Stefán byrjaði að mæla hæð
hvers eins fyrir norðan Reyki,
og mældist hann standa jafn-
hátt efri hæð hússins. Þótti
honum sýnt, að þrýstingur
vatnsins yrði nægur, til að það
kæmist upp á efri hæð hússins,
i ofna til upphitunar, án þess
að þyrfti að dæla því upp.
Hann byrjaði á verkinu vorið
1908. Lét hann vinnumenn sina
grafa skurð frá hvernum yfir
mýrina og slakkan heim að hús-
inu. Til vatnsleiðslunnar notaði
hann einnar tommu víðar vatns-
pípur, þær vafði hann striga og
hampi til einangrunar, lagði þær
síðan í tréstokk. Var öll leiðslan
nálega 2% km á lengd.
Heita vatnið var leitt inn i
ibúðarhúsið i miðstöðvarofna í
öll herbergi á neðri hæð. Einn-
ig rann það úr krana í eldhúsi
og var notað til matar, upp-
þvotta og alls, sem til þurfti.
Var skolpleiðsla lögð um leið
frá vaski í eldhúsi. Vatnið var
einnig leitt inn i fjósið og rann
þar úr krana i tnnnur; var það
látið kólna í þeim og gefið kún-
um til drykkjar. Seinast rann
vatnið í steypta útiþró. Þótti
vinnufóiki þægilegt að þvo
hendur sinar og andlit og einnig
plögg undir volgri bununni. í
húsinu var jafn hiti, 18 gráður
Celsius, þótt frost væri úti. Mun
þetta vera í fyrsta skipti, sem
hús liefur verið hitað upp með
hverahita á íslandi (og senni-
lega á jörðinni). Er frá þessu
sagt í Iðnsögu íslands og fleirar
sem Stefán gerði, t. d. tilraun-
um hans við notkun steinsteypu.
Þá bjó Stefán baðlaug i ánni,
sem rann í gegnum túnið, og
leiddi þangað heita vatnið. Við
garðyrkju kom jarðhitinn einnig
að notum, og hafði Stefán þar
mikla kartöflu- og rófnagarða.
Fyrstu tilraun við ræktun tóm-
ata í vermireitum með heitu
vatni lét hann Óskar Halldórs-
son, þá garðyrkjumann, en síðar
kunnan útgerðarmann, gera á
Reykjum vorið 1912. Hefur Ósk-
ar sagt frá því í Morgunblaðinu
fyrir nokkrum árum.
Stefán seldi Reyki 1913 og
fluttist aftur til Reykjavíkur.
Hélt liann áfram umfangsmik-
illi innflutningsverzlun og
kynnti ýmsar nýjungar sem fyrr.
Árið 1922 fluttist hann að
Undralandi við Reykjavík og
átti þar heima til dauðadags.
Hann lézt hinn 6. október 1928,
67 ára að aldri.
Jóhanna, kona hans, lézt 10
árum siðar, árið 1939, 63 ára.
Hún var glæsileg kona og fylgdi
fram breytingum tímans, svo
sem hann gerði.
Stefán var friður maður og
höfðinglegur, hógvær og kurteis
i framgöngu, en engum duldist