Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 155
SKARÐ í VÖR UG GÓM
163
verði ekki fyrir aSkasti skóla-
systkina og annarra vegna mál-
fars eða útlits.
Örin vaxa með barninu, og
öll missmiði við fyrstu aðgerð
vaxa og verða meira áberandi.
Algengast er, að laga þurfi örin
og smá-ójöfnur á amorboga var-
anna. Hafi varaskarðinu verið
lokað með beinni línu og vörin
sé því of stutt, þarf að brjóta
línuna og lengja. Virðist ekki
skipta verulegu máli, hvaða að-
ferð er notuð, sé hún vandlega
framkvæmd. Öllu erfiðara er
að gera við vör, sem er of löng.
Skekkjur á nefi er unnt að
laga að ákveðnu marki. Unnt
er að laga flatan eða stuttan
nefvæng og jafna nasirnar. Hins-
vegar er ekki ráðlegt að skerða
neitt við beinagrind nefsins,
fyrr en fullum beinvexti er náð.
Hafi skarð verið tvöfalt og
miðhluti vararinnar notaður i
fulla hæð hennar í upphafi,
verður nefbroddurinn dreginn
niður í vörina, eins og áður er
sagt. Þetta er unnt að laga með
því að færa stykki úr neðri vör
upp í miðsnes og hækka það
þannig. Eyðunni, sem myndast
við þetta, má loka með þvi aö
sauma ytri helming vararinnar
saman eða fylla hana með full-
þykktar-transplantati.
Ef efri vör er mjög strengd og
efnislítil, verður neðri vör hlut-
fallslega framstæð og stundum
slapandi. Með þvi að flytja flipa
úr henni upp í efri vörina má
jafna þær, (Abbé flipa).
Nálægt % holgóma barna
lærir ekki að tala hjálparlaust.
Kemur málhelti aðallega fram í
nefmæli og stundum í skökkum
framburði orða. Leita þarf or-
sakanna snemma og reyna að
bæta úr göllunum. Algengast er,
að gómurinn sé of stuttur og
stirður. Getur það stafaö af ó-
fullnægjandi aðgerð í byrjun,
ertingu í skurði eða að svo
lítið efni sé i gómnum, að óger-
legt sé að ná fullnægjandi ár-
angri með venjulegri skurðað-
gerð. Vörin getur lika verið of
strengd eða vaxin við tanngarð-
inn.
Fleira kemur til greina, svo
sem heyrnardeyfa og siðast, en
ekki sizt, andlegur vanþroski.
Allt þetta þarf að vega og meta,
áður en lagt er í frekari aðgerð-
ir. Sé það Ijóst, að örðugleikar
barnsins við að tala stafi af
vefrænum orsökum, koma margs
konar aðgerðir til greina, sem
allar byggjast á því að þrengja
nefkokiÖ. Má gera það með því
að flytja góminn lengra aftur,
taka flipa úr afturvegg á nef-
koki og tengja hann við góminn
eða flytja kokvegginn fram með
því að fylla undir slímhúðina
með beini eða brjóski. Aðgerðir