Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 147
DORGIR Á IIAFSBOTNI
155
Kingston gerði tilraun til að
taka slíka mynd. Þegar film-
urnar voru rannsakaðar, kom í
ljós ofurlítill vottur um vísana.
Þeir sýndu, að klukkan hafði
átt eftir sautján mínútur í tólf,
en það var næstum nákvæmlega
á þeim tíma, sem jarðskjálftinn
hófst!
Feril! framleiðandans, semhét
Paul Blondel, en nafn hans var
grafið inni i úrinu, var rakinn
af Visindasafninu í London. í
ljós kom, að hann var franskur
flóttamaður, er hafði búsetu i
Amsterdam. Síðast var vitað til
þess, að hann hefði búið til úr
árið 1686.
Tíu vikur eru ákaflega stuttur
tími til að framkvæma svo erf-
iðan uppgröft. Link-leiðangur-
inn sannaði, að Port Royal hef-
ur mikið að bjóða fornleifafræð-
ingum, sem við neðansjávar-
athuganir fást, en sá leiðangur
gat einungis leyst örlítið verk af
hendi. Á hinn bóginn hefur
Link rutt brautina fyrir áfram-
haldandi uppgröft með nákvæm-
um og vandlega skipulögðum
undirbúningi sínum. Á komandi
árum getum við búizt við að
fá að vita miklu meira um þessa
dularfiillu borg á hafsbotni.
Einn af litlu fuglunum.
FERÐAMAÐUR, sem kom til Assísi, segir eftirfarandi sögu,
sem er fyllilega í samræmi við þann anda. er heilagur Frans, sem
við þann stað er kenndur, breiddi alls staðar út. — Maðurinn
hafði með sér nesti, en vantaði brauð. Allar brauðbúðir voru
lokaðar, svo að ekki var gott í efni. E'n Þá sér hann dreng, er
bar stórt og glæsilegt nýtt brauð. Hann biður drenginn að segja
sér, hvar hann geti komizt í brauðbúð, en drengur kveður það
hvergi hægt. úr þessu. Hins vegar reif hann stærðarpart af brauði
sínu og fékk ferðamanninum feimnislega, og stoðuðu engin and-
mæli. Nú borðar maðurinn mat sinn og heldur svo áfram. Þá
rekst hann öðru sinni á drenginn. Hann var staddur í litlu rjóðri
og var að rifa brauðið niður í smábita og gefa fuglunum.
— Catholic Digest.
3Ö£
Diplómatí er fólgið í því að leysa eitt vandamál með því að
skapa annað. — Wall Street Journal.