Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 107
S UÐURNESJA MENN
115
rikling. Var svo farið með af-
ur'ðir þessar til Reykjavíkur á
haustin og seldar þar manna á
milli. Voru það einkum heldri
menn bæjarins og efnaðri bæj-
arbúarnir, er keyptu vörur þess-
ar. Hjá fátækari framleiðendum
voru þessir peningar oft þeir
einu, er menn höfðu handa í
milli, því að fiskurinn fór oft-
ast i að kvitta skuldirnar við
kaupmennina í Kcflavik.
Fólk það, er fór til sveita í
kaupavinnu á sumrin, myndaði
með sér nokkurs konar félags-
skap eða ferðaflokka, áður en
það fór að heiman. Þeir, sem
ætluðu i sömu sveitina, sam-
mæltu sig að vera ferðafélagar á
leiðinni. Voru nokkrir menn
saman í tjaldi og fyrirliði val-
inn fyrir hvern hóp, er kallaður
var tjaldforingi. Var víst oftast
valinn til þess maður, er var
kunnugur leiðinni og öllum að-
stæðum viðvíkjandi ferðalaginu.
Allir fóru ríðandi, og reyndust
hestarnir æði misjafnlega í ferð-
um þessum, en oftast komust
menn þó víst slysalaust á á-
kvörðunarstað. Sumir fóru upp
í Borgarfjörð, en aðrir norður
yfir Holtavörðuheiði og alla
leið norður í Skagafjörð eða
þá austur i Árnes- og Rangár-
vallasýslur. Hefur það verið
löng leið og erfið, sérstaklega ó
haustin, þar sem öll vatnsföll
voru óbrúuð. Áður en lagt var
upp i þessar ferðir, var gerð
nokkurs konar áættlun yfir
ferðalagið, hve langar dagleiðir
væru farnar hvern daginn og
hvar tjaldað skyldi að kvöldi.
Fyrsta dagleiðin af Suðurnesjun-
um var inn í Fossvog. Þar var
tjaldað og verið þar um kyrrt
næsta dag til að hvila hrossin
og undirbúa þau þannig undir
áframhaldandi ferðalag. Fóru
þá víst margir niður i Reykja-
vík, sumir til þess að fá sér á
ferðapelann og einhverjar nauð-
synjar til ferðarinnar. Heyrði ég
talað um, að oft hefði verið
mikið af tjöldum í Fossvogi í
þá daga, því að fiestir lögðu upp
í ferðalagið um svipað leyti og
margir fóru úr hverju byggðar-
iagi, úr Keflavík, Garðinum,
Miðnesi, Höfnum, Grindavik,
Vogum og Vatnsleysuströnd. Var
víst stundum glatt á hjalla í
Fossvogi, daginn sem haldið var
kyrru fyrir þar, þvi að sumir
fengu sér allríflega á ferðapel-
ann. Hér er örstutt saga sem
dæmi um það. Menn fóru oft
milli tjalda og heimsóttu hverjir
aðra, jafnt kunningja sem ó-
kunnuga. Eitt sinn hafði maður
einn, er hafði fengið sér heldur
mikið í staupinu, en var býsna
ánægður með sjálfan sig og
nokkuð mikillátur í fasi, komið
í heimsókn i annað tjald, þar