Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 174
182
Ú R VAL
steypti sér yfir hana aftur og
greip nú klónum á öðrum fæti
um haus eðlunnar og hinum um
hala hennar.
ígúnan hvæsti og reyndi að
velta sér um hrygg, en assa hélt
jafnvæginu með þöndum vængj-
um og útsperrtu stéli um leið
og hún lagðist ofan á hana með
öllum sínum þunga. Þetta dugði
og þeir Dan og Chon komu
fjötrum á dj'rið.
Þegar ég kom að, sá ég blóð-
poll þar, sem Aguila stóð. Við
nánari athugun kom í ljós að
eðlan liafði bitið því nær af
honum eina tána, svo hún hékk
á húðtrefjunum. Dan njörvaði
hana saman með heftiplástri, og
svo fór að hún greri. En þetta
var í síðasta skiptið, sem hann
háði orustu við eðlur.
-—o—
Á meðan assa greri séra sinna
fórum við Dan að undirbúa er-
indin, sem við hugðumst flytja.
Því miður var ekki unnt að
framkalla litfilmurnar í Mexikó,
svo við urðum að bíða þangað
til við kæmum til Bandaríkj-
anna, og þótti okkur það leið og
löng frestun, en notuðum þó
tímann til að bæta við nokkrum
myndum, sem ekki komu veið-
unum beinlínis við.
Loks stóðumst við ekki leng-
ur mátið og héldum til New
York. Aguila komum við í fóst-
ur hjá móður minni, þar sem
honum var fenginn bústaður á
hanabjálka. ígúnurnar seldum
við í dýragarða við góðu verði,
en tvo mexikanska þvottabirni,
sem Dan hafði komizt yfir,
höfðum við heim með okkur.
Þeir komust fljótt upp á lag
með að skrúfa frá öllum vatns-
krönum, en þvi miður var ó-
gerningur að kenna þeim að
skrúfa fyrir; annars voru þetta
skemmtilegustu skepnur.
Seint og síðar meir kom svo
litfilman úr framköllun. Aldrei
hafði eftirvænting okkar verið
meiri en þegar við þræddum
fyrstu spóluna í sýningarvél
okkar og drógum gluggatjöldin
fyrir. Sú spóla reyndist vonum
framar og við reyndum þá
næstu, sem einnig reyndist bet-
ur tekin en við höfðum þorað
að vona. Reyndar er ég hrædd
um að við höfum ekki verið
nógu gagnrýnin á nákvæma lýs-
ingu og fjarlægðarstillingu, en
þegar við höfðum skoðað þann-
ig allar spólurnar, gengum við
til rekkju, dauðþreytt og full-
viss um að þetta yrði fræg kvik-
mynd og ekki mundu erindin
spilla.
Dan klippti síðan filmuna og
skeytti saman, og að því búnu
gengum við á fund Lee Keedick,
sem er einhver umsvifamesti
umboðsmaður í Bandaríkjunum