Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 56
64
ÚR VAL
kenndir, sem enga fróun fá
geti valdið bilun í einhverjum
taugaspenntum hluta líkamans.
Störf, sem reyna mikið á taug-
arnar, geta valdið offramleiðslu
á epinefrín, hinum sterkasta af
öllum hraðaaukandi taugavökv-
um. Of mikið magn af þessum
taugavökva þreytir hjartað,
þrengir æðarnar, eykur blóð-
þrýsting og fitumagn blóðsins.
Taugasérfræðingar hafa upp-
götvað, að ómeðvituð spenna í
axlarvöðvunum þrýstir á ósjálf-
ráðar taugar, sem liggja með-
fram æðum upp í höfuðið og
veldur óskaplegum höfuðverkj-
um. Nú geta taugalyfin ráðið
verulega bót á þeim.
Sumir hjartasérfræðingar
halda þvi fram, að angina pekt-
óris sé sjúkdómur, sem senni-
lega eigi rót sina að rekja til
ofstarfsemi hinna hraðaminnk-
andi, ósjálfráðu tauga, sem hafa
stjórn á starfsemi hjartans.
Margir þeir, sem þjást af angínu
pektóris, hafa verið yfirheyrðir,
meiri hluti þeirra lét þess getið,
að þeir hefðu fyrst orðið sjúk-
dómsins varir í sorg sinni yfir
dauða einhvers nákomins ást-
vinar. Áttatíu og fimm af hundr-
aði þcirra, sem þjáðust af bron-
kíal astma, — sem er í raun-
inni taugakrampi í öndunarfær-
unum, er nú má lækna með
taugalyfjum, — minntust þess
einnig að hafa fyrst orðið sjúk-
dómsins varir eftir eitthvert
alverlegt tilfinningaáfall, og á-
móta mikill hundraðshluti síð-
ari kasta stafaði einnig af á-
hyggjum og kvíða.
Kynfærin lúta einnig stjórn
ósjálfráða taugakerfisins. Kyn-
örvun og sá kraftur, sem kemur
fram og fær útrás í samförum,
berst til kynfæranna eftir hin-
um ósjálfráðu taugum. Kyndoði
karla og kvenna stafar sjaldnast
af líkamlegum ástæðum, heldur
á slíkt rót sína að rekja til and-
legra örðugleika í kynlífinu, sem
hindra, að heilbrigð löngun
og fullnægja berist um tauga-
kerfið til getnaðarfæranna.
Og þeir kvillar, sem erfiðastir
eru viðureignar, undarlegir
verkir og kvalir víðs vegar um
likamann, óeðlilegur sinadrátt-
ur, svimi, þreyta og magnleysi,
stafa oft af misræmi í ósjálf-
ráða taugakerfinu og eru lækn-
aðir með taugalyfjum.
En líklega er þó mest vert um
þekkinguna á hinu lífsnauðsyn-
lega kerfi hinna hraðaaukandi
og hraðaminnkandi tauga, sem
gert hefur mikið til að skýra
hin vísindalegu sannindi um
hinn „gullna meðalveg", —-
jafnvægi milli atorkusemi og
hvíldar. Fórnardýr taugaveikl-
unar og annarra taugasjúkdóma
hafa oft náð heilsu með því að