Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 103
SIÍOTTVLÆ KNING A R
111
bólgu og hjartabilun eða sjúk-
dómurinn sé barnaveiki.
Það er eftirlætisiðja skottu-
lækna að taka burt fæðingar-
bletti, sem oft eru brenndir með
sterkum sýrum. Þetta getur vissu-
lega verið að bjóða krabbameini
heim, því að sumir fæðingarblett-
ir eru mjög næm'ir fyrir þvi..
Hið skynsamlegasta í meðferð á
slíkum blettum er annað hvort
að láta þá eiga sig eða láta lækni
fjarlægja þá. Ef blæðir úr þeim
eða þeir breyta um lit, þá farðu
þegar til læknis, og taktu ekkert
mark á þínum bezta vini, sem
ráðleggur þér eftiriætis aðgerð
sína.
Þegar verkur gerist langdreg-
inn eða kemur kvað eftir annað,
er timi kominn til að leggja hús-
ráðin á hilluna. Höfuðverkur er
ef til vill algengasta dæmið. Flest-
ir fá stöku sinnum höfuðverk. Ef
verkurinn helzt stöðugur eða
kemur mjög oft, er komin tími
til að láta lækni leita orsaka
sjúkdómsins og gera viðeigandi
ráðstafanir.
Þrimlar geta verið banvænir.
Sama á við um hvers konar
stöðuga verki, um bölgur, sem eru
ekki bersýnilega stundarfyrir-
brigði, um hvers konar þrimla
eða vaxandi hnúða. Það er gagns-
laust að láta sem þeir séu ekki
til eða fari af sjálfu sér. Það dugir
ekki heldur að nota þetta eða hitt
eða eitthvert annað húsráð, hvort
sem það er komið frá Indíána-
höfðingja, þinni eigin ömmu eða
nýjustu hjátrú. Því lengri tími
sem iíður, því minni. líkur eru
fyrir bata, þegar þú loks leitar
þeirrar læknisaðgerðar, sem þú
hefðir átt að leita þegar í upp-
hafi.
Nei, læknirinn ætlast ekki til,
að þú lcomir til hans með sér-
hvern smákvilla. Hann ætlast til,
að þú notir heita eða kalda
bakstra skynsamlega við sárum
vöðvum, liggir i rúminu einn
eða tvo daga með slæmt kvef og
ef á þarf að halda.
En þín vegna vonar hann, að
þú treystir ekki húsráðum og
eigin læknisaögerðum um of.
Ef sjúkleikinn heldur áfram,
endurtekur sig oft eða versnar,
leitaðu þá á náðir vísindalegrar
læknisfræði 20. aldar og nútíma
lyfja.
Sýkladrepandi lyf virðast
kannski ekki eins rómantísk og
heitir bakstrar eða grasate, —
en þú munt komast að raun um,
að þau er miklu kraftmeiri!