Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 82
90
ÚR VAL
aldri — og báða snögglega, ann-
an á sóttarsæng og hinn i sjó-
inn. Hann gerðist aldraður, og
nýir menn tóku við málum um-
hverfis hann. Hann átti erfitt
mcð aS hætta umstangi, en varS
að lúta því — og tók það sárt.
Honum fannst, að lífið streymdi
fram hjá honum og hann fengi
ekki að taka þátt í þvi. Og liann
lagðist fyrir. Hann lézt í byrjun
desembermánaðar 1951 og var
orðinn þreyttur. Hann var morg-
unmaður. Hugur hans horfði
jafnan hátt mót sól og degi.
Hann vann fyrir aðra og naut
ekki sjálfur ávaxta nema innra
með sjálfum sér í gleðinni af
því að hafa rutt þar braut, sem
öðrum hafði sýnzt vegleysa,
hjálpað og stutt fótsára, liáð
baráttu við gamlar, óhæfar venj-
ur og gróna hefð, — háreistur
hugsjónamaður, sem sá lengra
en allur fjöldinn, en klæddist
sömu klæðum og bjó viS sama
borð og fólkið i kringum hann.
VSV.
Hver er eiginmaður Elízabetar Taylor?
BLAÐ eitt I Bandaríkjunum lagði tiu spurninga próf i samtíma-
viðburðum fyrir nokkur hundruð unglinga í skólum í Worcester-
héraði í Massachusetts. Niðurstaðan varð sú, að miklu fleiri vissu,
hver væri eiginmaður Elízabetar Taylor en utanríkisráðherra
Kennedys. Einkum voru stúlkur vel að sér um eiginmann Elíza-
betar. Piltar vissu ananrs yfirleitt miklu meira um samtímavið-
burði, sem um er rætt x fréttum. Aðeins 1% af stúlkunum vissi,
hvað höfuðborgin i Laos heitir, en 17% drengjanna. Það kom i
ljós, begar spurt var um, hvaða bækur unglingarnir hefðu lesið
nýlega, að bók Kennedys forseta: „Profiles in Courage" var oft
nefnd. Stúlkur lesa meira, hlusta meira á útvarp, horfa meira
á sjónvarp og skyggnast meira í forsíðufréttir, en samt virðast
piltar vita meira um það, sem daglega gerist. Tilfinning þeirra
fyrir staðreyndum virðist meiri, og þeim finnast viðburðir dag-
anna standa sér nær. — Skv. Catholic Digest.
★
SÁ, sem v.eit, talar ekki. Sá, sem talar, veit ekki.
Chuang tse.