Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 92
100
ÚR VAL
En jafnvel slíkt mál, sem virS-
ist þó hafa svo margar góðar
hliðar, yrði að rannsaka ýtar-
lega, áður en til kastanna kæmi.
Hægt er að nefna mörg önn-
ur dæmi um möguleika til að
breyta loftslagi með landslags-
breytingum. En í flestum dæm-
um eru annað hvort líkindi til,
að slæm áhrif fylgi í kjölfar
hinna góðu, ellegar þá, að á-
rangurinn er of tvísýnn til að
hætta á það. Menn skyldu at-
huga, að loftslagsbreytingar, sem
framkvæmdar eru án nauðsyn-
legrar þekkingar, eru liklegar
til að hafa meiri ill áhrif en
góð, þegar á heildina er litið,
þar eð við höfum miðað alla
lifnaðarháttu okkar við núver-
andi loftslag.
Þessari tegund loftslagsstjórn-
ar verður einungis beitt við
ákveðin, takmörkuð svæði á
jörðinni. Ef við ætlum okkur
að ná meiri tökum á loftslaginu
yfirleytt, verðum við að geta
stjórnað helzta aflgjafanum í
gufuhvolfinu, — hvers konar
geislum, sem þar er að finna.
Jörðin fær nægilegt geisla-
magn frá sólu til þess að hækka
hitastig fimm feta djúps vatns,
er algerlega hyldi yfirborð jarð-
ar, um 8 gráður á Fahrenheit
að jafnaði. Um það bil þriðj-
ungur þessa geislamagns tapast
jafnharðan vegna endurgeislun-
ar og hverfur út í himinhvolf-
ið aftur, og er það einkum vegna
skýjanna. Mestan hluta hinna
tveggja þriðjunganna, sem þá
eru eftir, drekkur yfirborð jarð-
ar i sig (sem síðar hitar and-
rúmsloftið ineð langbylgjugeisl-
un, útleiðslu og með því að
leysa úr læðingi leyndan hita),
og síðan eru geislarnir endur- j
x. sendir út i himingeiminn frá
yfirborði jarðar, skýjum og
gufuhvolfinu. Jafnvægi hlýtur
að vera einhvers staðar handan
tima og rúms, en milli geisla,
sem koma og fara, er venjulega )
ekkert jafnvægi hér á jörðu.
Og þessi munur kveikir síðan
storma og veðrabrigði.
Því er það, að flestar tillögur,
sem beinast að loftslagsstjórn,
miðast við breytingar á þessum
geislamismun með því að breyta
endurgeislun sólar- og jarðar-
geisla, nema hvort tveggja sé.
Yfirborð jarðar endurkastar
geislum yfirleitt illa. Helztu und-
antekningar eru snjóbreiður. Ef
víðáttumiklar snjóbreiður yrðu
þaktar sóti, — eða til að
ná andstæðum árangri — endur-
geislun jarðar yrði aukin með
því að þekja yfirborðið með
efni eða rækta þar gróður með
mikilli endurgeislunarhæfni,
mundi slíkt geta haft veruleg
áhrif á þann lcraft, er frá sólu
kemur. Slíkt gæti að öllum lík-