Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 50
58
ÚR VAL
inginn af sjónvarpssendingun-
um, sem eytt er i aS hefja til
skýjanna skituga kúastráka í
villimannaþorpum, þá mundi ég
hvetja fólk til aS endurskoSa
afstöSu sína til þess, hvort
timabundnu, jarðnesku lífi þess
sé bezt varið i að apa eftir
krökkum, að reyna að endurlifa
æsing æskunnar, — að skipta
á sjálfsvirðingu og vinsældum.
Ég mundi hvetja þaS til að
hafa hugdirfsku til að ihuga,
hvort klíkan, -—- félagarnir, ná-
grannarnir, þjóðfélagið, — sé
þess virði, að reynt sé að líkj-
ast henni. Ég mundi minna það
á þá andlegu næringu, þægindin,
æsinginn, menntunina, sem fólg-
ið er i því, sein einungis er unnt
að gera einn, — að lesa.
Ég mundi vilja álykta, að
við mundum uppgötva á nýjan
leik, ef við eyddum minni tíma
í að skemmta okltur, þær ó-
þrjótandi uppsprettulindir, sem
fólgnar eru i kyrrlátu heimilis-
lífi og skapa staðfestu persónu-
leikans og veita manninum hug-
rekki til að skilja, að enginn
utan ævintýranna getur lifað
„hamingjusamur til dauðadags“.
Hvölunum að fækka.
SUÐUR-ISHAF er mesta gósenland hvalanna. En vísindamenn
eru farnir að óttast, að ofveiði muni minnka stofninn til stórra
muna. Reiknað hefur verið út, að á hálfri öld hafi 1.027.332 hvalir
verið drepnir í Suðurhöfum, en talið er, að hver kýr eigi ekki
nema einn kálf á tveggja ára fresti. Þannig er óttazt, að Þessi
ferlíki hafdjúpanna falli nú miklu örar fyrir rángirni mannanna
en svari til fjölgunarinnar. — Science Digest.
Harðgerðar lífverur.
Einhverjar harðgerðustu lífverur, sem hrærast á þessari
plánetu, eru lítil, vængjalaus skordýr og maurar, sem ný-sjá-
lenzkur vísindamaður fann um 2000 m yfir sjó 90 km frá Mc-
Murdosundi í Suðurskautslandi. Þessi litlu skordýr fundust undir
steini á snjólausri sléttu. Maurarnir fundust á sömu slóðum.
— Science Digest.