Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 108
116
UR VAL
sem hann þekkti engan, og spyr
með yfirlæti miklu: Hvaðan er-
uð þið nú eiginlega?“ En svo
liittist á, að einn ef þeim, sem
í tjaldinu voru, hafði líka fengið
sér lieizt til mikið í staupinu og'
svarar: „Við erum nú frá and-
skotanum, lagsmaður.“ Sá, sem
spurði, hefur víst þótzt verða
fyrir móðgun með sliku svari
og rauk á hinn í áflog, og út
af þessu höfðu orðið talsverðar
ryskingar, en ekki er mér kunn-
ugt um, hvor þeirra bar sigur
af hólmi í þeirri viðureign
Þá verð ég að minnast á eitt
starf, sem hvert heimili varð að
inna af hendi á ári hverju, og
það var öflun eldsneytis; var
það kallað að fara í þangfjöru.
Þá þekktust ekki kol eða elda-
vélar, heldur eldhús með hlóð-
um, þar sem brennt var þangi
og' þöngli. Byrjað mun oftast
hafa verið á þangförum í höf-
uðdagsstrauminn um mánaða-
mótin ágúst—september og
venjulega unnið 3—4 daga, með-
an straumurinn var stærstur þ.
e. fjaran var mest, og vist alloft-
ast næsta stórstraum á eftir. —
Þangið var ódrjúgur og áburðar-
frekur eldiviður, en logaði vel
og gaf góðan hita, ef vel var
þurrt. Þangið var reitt upp úr
fjörunni á hestum í þar til gerð-
um ilátum, þangkláfum, er
hengdir voru á reiðingsklakk-
ana. Voru kláfar þessir fylltir
og kúfur látinn á milli þeirra
yfir bakið á hestinum og svo
strengt band yfir, svo að ekki
dytti af á leiðinni, sem var oft
ógreiðfær. Varð að ryðja burt
úr fjörunni fyrir hestinn alla
leið upp á tún, en þar voru
kláfarnir opnaðir að neðan og
þannig losaðir í einni svipan.
Var talið, að 3 hestburði af
blautu þangi þyrfti i 2 bagga af
þurrkuðu. Var breitt úr þanginu
á túnið eftir hverja fjöru. Bezt
þótti að fá rigningu á það fyrst,
til þess að mesta seltan færi
úr þvi; annars vildi það frekar
linast upp aftur, eftir að þurrt
var orðið. Þegar búið var að
þurrka, var það flutt heim og
hlaðið úr því í þangkesti, sem
oftast voru hafðir í húsagarðin-
um. Voru þeir þaktir með torfi
að ofan, til þess að vatn kæmist
ekki í jjá. Var oft geymt harð-
æti, bæði hertir þorskhausar og
harðfiskur, í þangköstum þess-
um og þótti geymast þar vel.
Stundum bar út af þvi, að hægt
væri að flytja þangið heim í
þangkesti, þegar september- og
októbermánuðir voru mjög vot-
viðrasamir. Kom þá fyrir, að
þangið fraus við jörðina og snjó-
aði yfir ])að; var það þá barið
upp úr snjónum og klakanum á
veturna og borið á grjótgarða
og þurrkað þar. Þegar þöngul