Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 106
114
ÚR VAL
sem við klýfirinn, var (fremsta
seglið), að sá maður væri starf-
inu vaxinn, því að sá, sem var
við fokkuna, gat hagað sér eftir
klýfirmanninum. í mótvindi og
nauðbeit, — krusi, sem kallað
var, — reið á þessum mönnum,
ekki minna en formanninum,
sem jafnframt stjórninni passaði
afturseglið. í vendingu var aft-
urseglið strengt sem bezt móti
vindinum, en gefið úr fokkun-
um, og á þann hátt náðist skip-
ið yfir á annan bóg; reið þá
jafnframt á, að fokkurnar væru
ekki látnar hafa vind nema að
litlu leyti, fyrr en skipið var
komið á skrið aftur eftir vend-
inguna, því að annars hefði þá
kvika komið á flatt skipið, gat
farið illa. Nú tilheyrir það al-
gjörlega orðið liðna tímanum að
sjá vélarlaus opin skip á slíkum
-siglingaferðum.
Á vorin tóku menn aftur upp
smærri fleytur, mest 2ja manna
för með 2 til 3 menn. voru þá
löffð hrognkelsanet um sumar-
málin og beitt innvolsinu úr
g’-ásleppunni og legið við fast;
var það kallað að beita ræksn-
um. og fiskaðist oft vel á þau,
aðallega þorskur. Þegar svo
kom lengra fram á vorið, var
farið að nota aftur lóðina. Var
þá oft erfitt með beitu, því að
þá rak lítið á fjöruna af öðu-
skelinni móti því á haustin, þar
sem kyrrara var orðið í sjó.
Var beitunnar þá aflað þannig,
að annaðhvort var farið i beitu-
túra upp i Hvalfjörð eða not-
aður fjörumaðkur, sem sóttur
var suður i Sandgerðissand. Var
það erfitt verk að ganga á veg-
leysu 1 klukkutíma hvora leið
úr Garðinum og heim aftur og
vera venjulegast 3 klst. að grafa
maðkinn, ])ó að það hefðist
stundum á skemmri tima, ef góð
fjara var, og verða svo að bera
maðkakisturnar heim.
Þegar Jónsmessa var komin,
var vorvertíðin úti. Fóru þá
þeir, sem ætluðu í kaupavinnu,
að búa sig út í ferðalagið, en
þeir, sem heima ætluðu að verða,
fóru að útbúa skötulóðir margir
hverjir, er þeir fóru með vestur
í Súluál, sem svo er nefndur og
er í norðvestur af Garðskaga.
Vitjuðu þeir svo um lóðir þessar
venjulega annan hvern dag eft-
ir veðri og öðrum ástæðum,
oftast á 2ja rnanna förum, og er
það um 2ja tíma róður í logni
hvora leið, Jafnframt þessu
stunduðu þeir túnaslátt og hey-
skap, hver við sitt býli, og oft
á túni nágranna síns með sinum
eigin, ef hann fór í burtu að
leita sér atvinnu. Var þvi ærið
nóg að gera fyrir þá, er heima
voru. Afiinn á þessar skötulóðir
var oft góður. Skatan var söltuð
og þurrkuð, en lúðan hert í