Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 111
SUÐURNESJAMENN
119
matarlitlir að lieiman á morgn-
ana, en urðu svo að bíða allan
daginn og leggja af stað heim
með byrði sína, þegar komið
var myrkur, matarlausir og það
sem verra var, sumir aðeins
með hrennivín sér til næringar.
Ég heyrði talað um, að brenni-
vín gætu menn alltaf fengið fyr-
irstöðulaust; það var víst ódýrt
í þá daga. Urðu menn oft illa
liti i ferðum þessum, og hefur
áfengið, ásamt sultinum átt
drýgstan þátt í því.
Á síðari prestskaparárum sira
Sigurðar B. Sívertsens, á Útskál-
um gat liann þess eitt sinn í lik-
ræðu, að þá var það 30. maður-
inn, sem hann jarðaði, er
hlaut þann dauðdaga að verða
liti og fannst örendur. Sá, er
sagði mér þetta, gat þess við
mig um leið, að þessi sami
prestur hefði jarðað þó nokkra
eftir það, sem hlutu þann sama
dauðdaga. Alls hefur séra Sig-
urður því jarðað eitthvað milli
30 og 40 manns i sinni prest-
skapartíð, sem orðið höfðu úti
i Útskálaprestakalli, en þar var
hann prestur alla sína prest-
skapartíð. Flestöll eða jafnvel
öll voru þessi slys í sambandi
við Keflavikurferðirnar.
Áður en ég lýk við þessar
dapurlegu hugleiðingar viðvikj-
andi verzlunarmálunum, langar
mig að segja eina stutta sögu,
er segir frá fátækling, sem bar
sigur af hólmi í viðureign við
kaui>mann sinn, er var Ólafur
Norðfjörð.
Suður i Miðnesi bjuggu tvær
persónur saman. Húsbóndinn
fór einn morgun til Keflavikur
til að fá einhverja matbjörg
handa heimilinu, en fékk neitun
og kom heim algerlega tómhent-
ur. Bústýra hans leggur af stað
morguninn eftir i sömu erindum
og gengur í búð viðkomandi
kaupmanns og hittir þannig á,
að hann stendur fyrir innan
borðið, þegar hún kemur inn,
og ávarpar hann með þessari
vísu:
Nú er ég komin, Norðfjörð
góður,
nægilegt með sálarfóður,
en það dugar ekki samt;
líkaminn þarf líka fæðu,
löngum mér það eykur mæðu,
mjög að borða mér er tamt.
Þegar hún hafði lokið vís-
unni, ávarpar Norðfjörð einn
verzlunarþjón sinn og segir hon-
um að láta konuna fá það, sem
hún biðji um.
Ég heyrði talað um, að það
orð hefði legið á um þessakonu,
að hún væri kraftaskáld og þess
vegna hafi kaupmaður þessi
ekki viljað eiga á hættu að
neita henni. En eins mætti nú