Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 85
rÖFLTJR TIL GETNAÐARVARNA
93
Undir lok síðari heimsstyrj-
aldar tóku vísindamenn að fram-
leiða gervihormóna til almennra
nota og opinberrar sölu. Áttu
þeir aS hindra getnaS með því
að koma i veg fyrir, að konur
losnuðu mánaðarlega við egg.
Árangur þeirra tilrauna voru
getnaðarvarnatöflur kvenna.
Jafnframt því voru hliðstæðar
tilraunir gerðar á körlum, og
veittu vísindamenn þvi þá eftir-
tekt, að hinir kvenlegu hormón-
ar, estrogen, gerðu karla einnig
ófrjóa, þar sem þeir fækltuðu
sáðfrumunum til mikilla muna.
Kynfýsn minnkaði. Karlmann-
legt útlit þvarr fyrir kvenlegu
svipmóti.
Hormónar karla, testosterone,
komu einnig í veg fyrir fjölgun
sáðla, en til þess að þeir hefðu
tilætluð áhrif, varð að gefa þá
með innspýting. Fyrir ]>á sök
hafa fáir vísindamenn nú á dög'-
um mikla trú á hormónum til
getnaðarvarna.
Hafa nú fjölmargar rannsókn-
arstofnanir víða um heim hafið
nýja sókn að því takmarki að
finna inntökulyf til getnaðar-
varna.
Þegar lykillinn fannst að
leyndarmálinu, mátti fremur
heita, að það væri fyrir tilvilj-
un en hugvit.
Yisindamenn við Sterling-
Winthrop- rannsóknarstofnunina
i Ne~w York voru að gera til-
raunir með lyf við sjúkdómi i
iðrum og lifur, sem áður reynd-
ist ólæknandi. En liann stafaði
af einfruma lífveru, sem kölluð
er amaba. Þrír læknar, G. 0.
Potts, O. F. Burnham og A. L.
Beylen, höfðu veitt því eftirtekt,
að efni nokkurt af tegundinni
díklóróacetýl hafði þau áhrif
að sérstakir vefir í eistum á
rottum rýrnuðu að miklum mun.
Þótt nú kvendýrin ætu þetta
efni, varð engra breytinga vart
í eggjakerfum þeirra. Enn frem-
ur kom í ljós, að enginn getn-
aður varS, þegar karlrottur, sem
étið höfðu lyfið, eðluðust við
kvenrottur, er ekki fengu það.
Við framhaldstilraunir, fyrst
á rottum og síðar á æðri dýrum,
þar á meðal hundBm og öpum,
varð ljóst, að þetta efni gerði
dýrin ófrjó með þvi að tefja
fyrir myndun sáðfruma. Á hinn
bóginn hafði það engin áhrif
á kynþrótt karldýranna né hor-
mónastarfsemi og skaðaði dýrið
ekki á nokkurn hátt. Þegar hætt
var að gefa dýrunum lyfið, hófst
myndun sáðlanna aftur á cðli-
legan hátt, án þess að nokkur
merki sæjust til þess, að æxl-
unarfæri þeirra hefðu orðið fyr-
ir minnsta áfalli. Jafnvel þótt til-
raunadýrum þessum væri gef-
inn svo stór skammtur, að svara
mundi til 1.200 gramma á dag