Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 93
LOFTSLAGSSTJÓRN
101
indum breytt loftslagi einstakra
staða og jafnvel um allan heim,
ef þaö yrði gert í nógu stórum
stíl. Ef við erum staöráðin i
að reyna að hefja loftslagsstjórn,
hvað sem það kostar, er þetta
auðveldasta ieiðin.
Hins vegar eru tvö mikilvæg
atriði, sem mæla á móti slíku.
í fyrsta lagi mundu áhrif að-
gerðanna standa stutt, og þvi
yrði mikii fyrirhöfn að endur-
taka þau stöðugt. í öðru lagi
krefst þetta mikillar þekkingar
á aflgjöfum gufuhvolfsins og
sambandi þeirra við vindakerf-
ið, ef það á að bera þann á-
rangur, sem ætlazt er til. Og
það er einmitt þessi þekking,
sem er eitt helzta vandamál
veðurfræðinnnr nú, því á þessu
sviði er vanþekking okkar mest.
Ef til vill er þarna að finna
framtíðaraðferð við loftslags-
stjórn, en það verður ekki, fyrr
en við höfum aflað okkur meiri
þekkingar á gufuhvolfinu en
líkindi eru til, að okkur takist
í náinni framtíð.
Geislajafnvæginu — eða mis-
muninum — er einnig hægt að
breyta með því að hafa áhrif
á geislamóttöku og endurgeisl-
un andrúmsloftsins. Nýlega kom
fram tillaga á þá lund að hita
lieimskautasvæðin með ]>vi að
búa til ísský með hjálp kjarn-
orkusprengingja. Þetta mundi
koma í veg fyrir, að jarðgeisl-
arnir bærust út i himingeiminn.
Skýin mundu draga geislana til
sín og endursenda siðan eitt-
livað af þeim aftur til jarðar.
Á sama hátt og veggir og þök
gróðurhúsa sleppa í gegn sólar-
ljósi, en ekki hita innan úr
húsinu þannig mundu skýin
fanga sölarljósið og sleppa því
niður á jörðina, en hindra út,
geislun þaðan. Móti þessari á-
ætlun mæla hins vegar sömu
atriði og mæltu móti breyting-
um á endurgeislunarhæfni jarð-
ar.
Einnig er unnt að auka ó-
gagnsæi gufuhvolfsins með því
að auka þar gastegundir og
reyk með bruna vélaoliu. Þetta
höfum við að sjálfsögðu verið
að gera árum saman, þótt ekki
sé það í sambandi við loftslags-
stjórn. Það er algengt að bera
saman hitastig í borgum og
sveitum af þessum ástæðum, en
helzti munur hitastigsins stafar
sennilega að mestu leyti af hita
frá upphituðum húsum.
Það er orðin almenn dægra-
stytting að koma með tiliögur
um loftslagsstjórn. En ef þetta
á hins vegar að verða eitthvað
meira en dægrastytting, þá er
okkur bezt að gleyma slíkum
tillögum um stundarsakir og
einbeita okkur að því að öðlast
meiri þekkingu á gufuhvolfinu.