Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 90
98
ÚR VAL
En þegar loftslagsstjórn er nú
á dagskrá, er þa8 á miklu breiíi-
ari grundvelli. Nú merkir lofts-
lagsstjórn í raun og sannleika
langæjar og miklar loftslags-
breytingar, sem gerast af manna-
völdum. ÞaS táknar ekki hina
enn umdeildu fræðigrein „veð-
urstjórn“, sem beitt er við ein-
stök ský eða skammvinn veðra-
brigði.
Sagt er, aS Rússar hafi feng-
izt viS loftslagsstjórn meS
nokkrum árangri. Þeir segjast
hafa breytt sífrosnu landi i
ræktariand með þvi að dreifa
kolaryki yfir snjóbreiður til að
flýta fyrir þíðu, og einnig kveð-
ast þeir geta haldið opnum höf-
um við IshafiS með sérstökum
stíflum og dælum. En aS mestu
leyti er allt slíkt enn aðeins
draumur — eða martröð? Það
hefur nefnilega verið rætt um,
að unnt verði að beita loftslags-
stjórn sem vopni i styrjöld.
Ótti um slikt er þó, að ég held,
ástæðulaus. ÞaS stáfar annars
vegar aS nokkru leyti af þvi,
hve langan tíma tæki að undir-
búa slíkt, og þvi, hve auðvelt
yrði að fylgjast með slíkum
undirbúningi, og hins vegar af
því, hve fjarri við erum því að
geta breytt loftslagi á stórum
svæðum á þann hátt, er við
kysum. Og þegar við verðum
fær um þaS, mun mannlifið
byggja tilveru sína á þvi fyrst
og fremst, að fundin yrði leið
til þess að lifa án styrjalda.
Ekki er þar með sagt, að við
séum nú ekki megnug þess að
breyta loftslagi allverulega með
tiltölulega einföldum aðferðum.
Ef viS til dæmis fylltum upp
Njörvasund, mundi loftslagið á
Miðjarðarhafi breytast gífurlega
og líklega mjög til hins verra.
ÞaS mundi líklega enda þannig,
að MiðjarSarhaf breyttist í
eyðimörk, því að Atlantshaf
mundi þá ekki láta i té sjó í
stað þess, sem gufar upp.
Ef Njörfasund yrði hins vegar
dýpkað, mundu helztu breyting-
arnar að öllum líkindum fara
mjög eftir því, hversu mikil
dýpkunin væri. Um breyting-
arnar verður ekki sagt með
vissu, nema dýpkunin yrði
reynd. Ef árangur reyndist
slæmur, gætum viS ekki verið
viss um, að tækist að koma
loftslaginu aftur i liið fyrra
horf, vegna þess að áhrifin
kynnu aS ná um heim allan
og gætu auk þess verið svo
geysileg, að þau hefðu i för með
sér breytt loftslag um allan
heim um árabil.
Vitaskuld dettur engum í hug
að reyna þetta í alvöru. MiS-
jarðarhafsloftslagið er einmitt
eitt bezta dæmi um loftslag, sem
engra „endurbóta" þarfnast.