Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 37
ÞÚSUND ÞJALA SMIÐUR
45
ur ferðafélaga sinna á leiðinni
út. En er til Winnipeg kom,
tók þar á móti honum Jón Ágúst,
bróðir hans, er var söðlasmiður
þar í borginni.
Winnipeg var landnemaborg
og ekki stór um það leyti, íbú-
arnir nokkuð innan við 30 þús-
und. En þar var allt á ferð og
flugi, •— þar var umferðarmið-
stöð, 12—15 járnbrautarlestir
fóru í gegnum bæinn á hverjum
degi. Þar var verið að leggja
borgargötur og altvegi, grafa
neyzluvatnsbrunna, byggja íbúð-
arhús, skóla og kirkjur og gera
skemmtigarða.
Það stóð ekki á því að smið-
urinn ungi fengi atvinnu í fagi
sínu. Hóf hann fyrst ákvæðis-
vinnu hjá meisturum, en ekki
leið á löngu, þar til hann tók
sjálfur að sér að byggja hús í
Winnipeg og einnig úti á lands-
byggðinni. En jafnfrajnt aðal-
starfi sínu tók hann að vinna að
ýmsum öðrum hugðarefnum.
Hann var félagslega þenkjandi,
svo að segja má, að bvar sem
hann dvaldist, spryttu upp
ýmis konar félög fyrir hans at-
beina. Þá var hann með ýmsar
uppfinningar á prjónunum. Og
loks ber að geta þess, að hann
kynnti sér ýmsar atvinnugrein-
ar fjarskyldar fagi sínu, svo sem
landbúnað, vélaiðnað, íshúsa-
rekstur, mjólkurbú og smjör-
gerð. Og enn var það, að hann
fékkst talsvert við ritstörf, flutti
erindi í félögum, skrifaði frétta-
bréf í Þjóðólf og tók loks að
gefa út tímarit með almanaki,
er nefndist Stjarnan.
Tvær af endurbótum hans á
tæknisviðinu náðu viðurkenn-
ingu, svo að hann fékk einka-
leyfi á þeim i Kanada. Annað
var endurbót á sláttuvél eða ný
tegund sláttuvélar. Þessi sláttu-
vél hlaut viðurkenningu verk-
fræðingafélags í Bandaríkjunum
sem „hin bezta af því tagi, er
við höfum kynnzt“ (the best
of the kind \ve have ever come
across), svo sem lesa má í
Heimskringlu þeirra daga.
Stefán fékk einkaleyfi á þess-
ari gerð sláttuvéla. Hann fékk
einnig einkaleyfi á gluggalás,
sem hann fann upp. Þótti sá
lás taka fram þeim, er áður
voru notaðir, og seldist hann
vel.
En þrátt fyrir þetta varð
Stefán undir í samkeppninni.
Sláttuvélin gaf honum ekki það
fé, sem hann hafði vænzt, enda
komu nú milljónafélög fram með
ýmsar tæknilegar nýjungar á
þessum sviðum.
En þar eð Stefán kynnti sér
ýmsar vélar, sem voru að ryðja
sér til rúms til almennrar notk-
unar, sneri hann að mestu baki
við smíðunum, en tók að verzla