Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 110
118
ÚR VAL
ekki um annað að gera en flýja
á náðir kaupmannsins eða
hreppsnefndarinnar. Tóku vist
flestir fyrri kostinn, meðan
stætt var; svo rik var sjálfs-
bjargarviðleitnin, i önnur hús
var ekki að venda. Samtök virt-
ust vera með kaupmönnum um
að gefa sama verð fyrir fiskinn,
og útlenda varan var með svip-
uðu verði hjá öllum, svo að
engu var þar um þokað. Það
hefur margt hnigið i þá átt að
gera afkomuna sem bágborn-
asta hjá öllum almenningi. Ég
heyrði talað um vigt eina hjá
stærstu verzluninni í Keflavík,
sem fiskurinn var vigtaður inn
á. Það var áður en „decimal-
vigtirnar komu til sögunnar.
Þetta var stór „ballance“-vigt
með tveimur tréskálum. Þegar
skál sú, sem lóðin voru á, fór
að lyftast frá gólfinu, tók vigt-
armaðurinn, sem var þjónn kaup-
mannsins, —• en hefur verið
húsbóndahollur um of, — vara
fyrir því að láta ekki nema
einn fisk á í einu og alls ekki
það mikið, að vigtin færi niður
á gólfið, því að þá þurfti að
tína svo marga fiska af aftur,
áður en viktin kæmist í jafn-
vægi. Vigtin var nefnilega svo
stirð, að hana munaði næsta
lítið um hvern fiskinn, sem á
var látinn eða af tekinn. Sá,
sem sagði mér sögu þessa, var
eitt sinn að leggja inn fisk og
lét sjálfur á vigtina. Gaf hann
lóðaskálinni hornauga í kyrr-
þey, og þegar hún var að lyftast
frá gólfinu, lét hann það marga
fislca á vöruskálina i einu, að
vigtin fór yfir og vöruskálin
skall niður á gólfið. Varð þá
vigtarmaðurinn reiður. Var svo
tindur fiskurinn af vöruskálinni,
þar til vigtin var í „ballans“, og
í þetta sinn fór hagnaðurinn öf-
uga leið móti þvi, sem til var
ætlazt.
Það er mér enn í dag lifandi
fyrir hugskotssjónum, hvað
menn voru oft mikið niður-
beygðir, þegar þeir komu úr
þessum gönguferðum sínum til
Keflavíkur, berandi á bakinu
það, sem þeim tókst að kría út
í það og það skiptiðt Eðlilega
hefur líkamleg þreyta verið or-
sök þess að nokkru leyti, og i
þá daga hafði ég ekki vit til að
gera mér grein fyrir, að nokkur
önnur ástæða væri í þessu efni.
En eftir að ég komst til vits og
ára, veit ég, að önnur ástæða
hefur verið fyrir hendi í þessu
efni og ekki veigaminni, sem
gerði menn niðurbeygða og lam-
aða.
Ég heyrði oft talað um mik-
inn seinagang í afgreiðslu i
Duus-verzlun. Menn urðu að
bíða fram i myrkur til að fá sig
afgreidda, hafa vist oft farið