Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 129
HVERNIG ER AÐ VERA LITBLINDUR?
137
ur orðið til að breyta skilningi
manna.
Hvað er litblinda í raun og
veru? Hvað veldur henni? Hvað,
•— ef nokkuð, — er unnt að gera
við henni? — Til að svara þess-
um spurningum sómasamlega
verður að gera dálítinn útúrdúr.
Sýnilegt litsvið er breitt, marg-
litt (pólýkrómatískt) band, þar
sem sjö frumlitir, — rautt, appel-
sínugult, gult, grænt, blátt, indígó
(blátt) og fjólublátt, — eru í
þessari röð ásamt blæbrigðum
þeirra. Sumir fagmenn hafa til-
greint allt upp í 130 litbrigði til
samans. Þessir litir og blæbrigði
þeirra berast auganu sem bylgju-
lengdir Ijóss á sama hátt og hljóð
berst sem hljóðöldur. Sérhvert
blæbnigði hefur sína eigin öldu-
lengd, og þær styttast stöðugt frá
rauðb jaðri bandsins til bins
fjólubláa.
Þrátt fyrir miklar rannsóknir
veit enginn nákvæmlega, hvernig
augað greinir sundur einstakar
öldulengdir og breytir þeim í
litaskynjun. Til eru að minnsta
kosti þrjár vísindalegar tilgátur.
Af þeim hefur Young-Helmholtz-
kenningin almennast fylgi, enda
þótt takmörk hennar séu viður-
kennd. Þessi kenning er í því
fólgin, að til séu þrenns konar
grundvallarlitaskynjanir, — rautt
grænt og fjólublátt, — og að
þrenns konar skyntappar séu í
sjónhimnu augans og hver flokk-
ur sé næmur fyrir einum þessara
lita.
R-tapparnir eru næmir fyrir
löngum bylgjum (rauðu), G-tapp-
arnir fyrir meðallöngum bylgj-
um (grænu) og F-tappar fyrir
stuttbylgjum (fjólubláu).
Með því að blanda saman í
breytilegum hlutföllum skynjun-
unum, sem fram koma við þessar
bylgjulengdir, „blandar“ nor-
malt auga sér hvern lit í regn-
boganum.
— Þegar R- og G-tapparnir eru
ertir hóflega, en F veikir, sjáum
við gult. Þegar G og F eru ertir
hóflega, en R veikir, sjáum við
blátt. Ef allir tapparnir eru ertir
jafnt, sjáum við hvítt, ef enginn
er ertur, svart. Litsjónvarp er
byggt á svipuðum meginreglum.
Samkvæmt þessari kenningu er
eðlileg sjón tríkrómatísk, — lit-
irnir koma fram með því að
blanda saman þremur grundvall-
ar — bylgjulengdum.
Mildasta og algengasta tegund
litblindu er kölluð afbrigðileg
þrí-litblöndun (tríkrómatismi).
Litum er blandað af öllum þrem-
ur tegundum tappa, en svörun
einhverrar einnar tegundar er
minni en normal. Einstaklingar
með þessari vanhæfni greina
máski alla liti litrófsins, en sum