Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 52
60
ÚRVAL
„hraSaminkandi" taugar, — að
því að samræma innra líf lík-
ama okkar. Hinar svokölluSu
ósjálfráSu taugar teygja sig
gegnum vcfi líkamans líkt og ör-
fínt net af rafmagnsleiðslum,
og þær eru kallaðar þessu nafni
sakir þess, að þær hafa sjálf-
virka stjórn á öllum innri líf-
frærum, án þess að hugsun
mannsms komi þar nokkuð við
sögu. Þessar taugar eru i raun-
inni mikilvægustu taug'arnar í
líkamanum, því að þær sjá um,
að öll liffæri starfi með eðli-
legum hættti.
Á síðustu árum hafa ýmis
vandamál varðandi likamsheilsu,
sársauka og alvarlegra sjúkdóma
verið leyst með nýrri þekkingu
á ósjálfráða taugakerfinu, sem
stundum er skammstafaö OTK.
Nú á tímum er mörgum manns-
lífum bjargað með lyfjum, er
stilla jafnvægi OTK, sem farið
hefur úr skorðum, auk þess sem
unnt er að ráða niðurlögum
ýmissa minniháttar sjúkdóma
um allan líkamann.
Slík lyf, scm verka á OTK,
eru meðal öruggustu vopna
læknavísindanna gegn banvæn-
um ógnunum og áður ólæknandi
veikindum; t. d. eru þau notuð
við taugaáfalli, magasári, blóð-
tappa, migren-höfuðveiki, gall-
steinum, vatnssótt, óeðlilegum
svita, hættulegum augnsjúkdóm-
um, ofnæmi, ýmiss konar melt-
ingar-og blóðsjúkdómum, auk
ýmissa likamlegra orsaka, leiða
og þreytu. Og' slík lyf geta meira
að segja komið að miklu gagni,
þar sem OTIv er i rauninni ekki
bein orsök sjúkdómsins.
Ef allt er með felldu, stjórna
þessar örsmáu, en áreiðanlegu
taugar líkamanum og með þeirn
hraða, sem nauðsynlegur er til
að geta mætt ýmsu því, er að j
höndum ber í daglegu lífi. —
Við skulum taka dæmi.
ímyndið yður, að þér séuð
æstur; það er kannski verið að
hafa við yður blaðaviðtal eða
þá, að þér eruð að horfa á |
spennandi íþróttakeppni. Fjöru- I
tiu og fjórar hraðaaukandi taug- !
ar teygjast lárétt út frá mænunni
eins og röð af taumum, og allar ,
senda rafmagnsbylgjur út um
lílcamann til þess að gera ölhim
líffærum viðvart um aukna !
starfsemi. Hraðaaukandi taugar,
sem liggja til augnanna, opna
augun meir en áður og víkka
út sjáöldrin, svo að þér missiö
ekki af neinu markverðu. IJjart-
sláttur og öndun munu aukast
og senda þannig aukið súrefni
til heilans og vöðvanna. Sykur-
stöðvarnar í lifrinni veita aukn-
um, aflgefandi sykurforða út í
blóðrásina.
Meðan stendur á kyrrlátu fiá-
degisverðarhléi heyrir námu-