Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 68

Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 68
76 ÚR VAL Raunsæir foreldrar gera sér alltaf grein fyrir því, að lítil börn hafa grun um, að litlir drengir séu frábrugðnir litluin telpum. Ef barnið fær ótviræð svör við spurningum sínum um uppruna ungbarna, um manns- líkamann eða eitthvað annað, sem það kann að spyrja um, eru ekki fólgnir neinir töfrar í því að laumast til að tala um slíka hluti við jafnaldra sína. Börn, sem læra, að undur lífsins byrjar af ást foreldra sinna hvors á öðru og ást guðs til alls mannkynsins, munu ekki líta á kynlif sem eitthvað ljótt og óheilbrigt. Þau verða ekki gagntekin forvitni, og þau verða ekki hrifin af kláminu í sorp- ritunum. Með þvi að uppfræða börn á heilbrigðan hátt um kynferðis- lif er hálfur sigur unninn. Hitt er fólgið í því að hafa stjórn á unglingunum. Unglingar nú á dögum vilja verða fullorðnir eins fijótt og unnt er. Flestar stúlkur nauða i foreldrum sín- um um háa hæla, varalit og kvöldkjóla. Þær hrópa: „Þetta gera allir!“ Þær reyna að vekja sektartilfinningu hjá foreldrum sínum með því að segja, að þau séu svo ströng, að þær séu úti- lokaðar úr vinahópi sínum og fái ekkert tækifæri til að skemmta sér. Fimmtán ára stúlka, sem vill fara að vera með strák, segir: „Þetta gera allir.“ Og sú fjórtán ára, sem vill fá að vera úti til kl. tvö eftir miðnætti, segir: „Þetta gera all- ir.“ Og bezta svarið við þvi er ævinlega þetta: „Okkur kemur ekkert við, hvað „aðrir“ gera. —• Okkur kemur við, hvað þú gerir. Það ert jni, sem við erum að hugsa um.“ Unglingunum léttir oft, þegar foreldrar þeirra segja nei. Þótt þeir geri ósköpin öll úr því, að þeir vilji meira frelsi, líður þeim vel við þá vitneskju, að sterkir, verndandi armar um- lyki þá. Þeir vilja vernd fyrir fljótfærni sinni og kjánaskap. Ég komst að þessu fyrir fimm árum, þegar dóttir okkar tók upp á því, nýkomin í gagn- fræðaskóla, að vilja fara á há- skólaball. Svarið, sem hún fékk, var hreint „nei, þú ert ekki nógu gömul til þess enn þá“. Mér til undrunar svaraði hún: „Mér finnst það nú ekki heldur, en mér fannst ég ætti að reyna.“ Það væri ekki rétt að segja, að allir unglingar vildu flýta sér að vera fullorðnir. Margir unglingar vilja gjarnan bíða i eitt eða tvö ár, en mæður þeirra ýta þeim of snemma út úr lireiðrinu. Sumum mæðrum er svo umfram um, að dætur þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.