Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 55
FURÐUHEIMTJR TA UGASTARFSEMINNAR
63
manns,hafði valdið bólgu, er
var hættuleg sjóninni. ÓTK-lyf
linaði bólguna, svo að sjónlins-
urnar komust úr allri hættu og
sjóninni varð bjargað.
Enginn hjartsláttur var grein-
anlegur í sjúklingi nokkrum,
sem þjáðist af hjartastöðvun.
Inngjöf hraðaaukandi tauga-
vökva kom hjartanu af stað aft-
ur. Þetta lyf, epínefrín, áhrifa-
mest allra hraðaaukandi tauga-
lyfja, kemur fram í ómælanlega
litlum skömmtum í hinum ör-
fínu taugavefþráðum og er fram-
leitt af hraðaaukandi taugasell-
um í báðum nýrnahettunum
(adrenalínkirtlum) líkamans rétt
hjá nýrunum. Inngjöf, sem að-
eins er einn 50.000 úr únsu,
leyst upp í vatni, getur komið i
veg fyrir dauða við taugaáfall
eða hjartastöðvun.
Maður nokkur, sem þjáðist af
magasári, hafði létzt mjög mikið
og var mjög niðurbrotinn. Þar
eð hraðaminnkandi taugar auka
starfsemi meltingarfæranna,
var sjúklingnum gefið hraða-
aukandi lyf til að fá meltingar-
færin til að starfa með eðlileg-
um hætti. Nútíma ÓTK-lækn-
ingum er beitt við magasár,
brjóstsviða, hálssjúkdóma, sina-
drátt, niðurgang og ótal fleiri
erfiða og hættulega sjúkdóma.
Á hverjum degi valda hugs-
anir yðar og tilfinningar ósjálf-
rátt breytingum á likama yðar.
Ef þér hugsið um einhvern góð-
an mat, fáið þér vatn i munn-
inn, munnvatn, sem leyst er úr
læðingi af hraðaminnkandi
meltingartaugum, sem liggja til
munnvatnskirtlanna. Þegar þér
eruð svangur, verkjar yður í
magann fyrir tilverknað ósjálf-
ráðu tauganna. Þegar þér eruð
hryggur, láta hraðaminnkandi
taugar tárakirtlana gefa frá sér
tár. Snögg feimni eða vandræði
valda víkkun i blóðæðum í
andliti og valda þvi, að fólk
roðnar. Áköf einbeittni getur
valdið svita. Og þegar þér eruð
æstur, finnið þér hraðaaukandi
taugar æða um lijarta yðar.
Allt eru þetta dæmi, sem
liggja í augum uppi. En eftir
mörgum ósýnilegum leiðum,
sem einungis er unnt að finna
með sérstökum aðferðum, berast
innstu hugsanir yðar og tilfinn-
ingar stöðugt til líkamsvefjanna.
Þær fara úr huganum í likam-
ann, í taugastöð, sem nefnd er
hýpóþalamus, og gleði og ham-
ingja, og eins sorg og kviði,
berst þaðan með ósjálfráðu taug-
unum til líffæranna.
Andstætt venjulegum skiln-
ingi táknar hið nýja læknis-
fræðihugtak „psykósómatiskur"
ekki að sjúkdómur sé ímyndaður.
Psyche — hugur, og sóma ■—-
líkami, táknar, að óþægilegar