Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 172
180
UR VAL
hvort öðru, Aguila og Teresa —
en svo hét hryssan — að Aguila
hóf sig' til flugs af glófanum á
liendi mér og lenti þar aftur,
án þess Teresu brygði hið
minnsta.
Þá var eiginlega ekki ánnað
eftir en finna leiðsögumann, sem
vissi hvar eðlurnar héldu sig'
og þekkti háttu þeirra og við-
brögð. Og þar vorum við hepp-
in. Við réðum unglingspilt,
Chon geitahirði, til þess starfa.
Hann og Aguila urðu brátt
perluvinir, svo mér fannst meir
en nóg um. Hann gældi við örn-
inn og strauk honum eins og
meinlausum kjúklingi,, en hann
virtist kunna því vel, þótt ég
hefði áreiðanlega fengið fyrir
ferðina ef mér hefði komið til
hugar að láta vel að honum.
•—o—
Fyrsta veiðitilraunin mistókst
gersamlega. Þegar Chon hafði
komið auga á ígúnuna, þar
sem hún lá á gilbarmi, sleppt-
um við Aguilu á flug. Hann
rannsakaði umhverfið sínum
hvössu augum, en eðlan lá graf-
kyrr á klettinum og var auk
])ess mjög samlit honum, svo
assa sá iiana ekki. Eg varð því
að riða nær eðlunni svo styggð
kæmist að henni, þótt það væri
ekki hættulaust, því að þarna
var bæði bratt og tæpt og grjót-
ið laust. Um leið og eðlan skreið
af stað, kom assa auga á hana
og herti óðara flugið, og' þótt
ígúnuna hæri hratt yfir stytt-
ist bilið við hvert vængjatak
arnarins. Sökum þess að eðlan
liafði talsvert forhlaup, varð
þetta svo æsileg keppni að við
Dan héldum niðri í okkur and-
anum en Chon æpti af hrifn-
ingu. Þegar eðlan átti nokkur
fet eftir að gilbrúninni, steypti
assa sér niður að henni með
uppsveigðum, kyrrum vængjum
og terrðum klóm og svo leiftur-
hratt að vart mátti auga á festa.
í sömu andrá skauzt ígúnan
fram af brúninni; örninn hækk-
aði sig í lofti og horfði á eftir
henni, en steypti sér síðan eins
og örskot niður i gilið. Enn
var hann of svifaseinn. Fallið
virtist ekki verða eðlunni að
meini, þótt það væri svo hátt
að engin skepna önnur hefði
lifað það af; hún rann strax af
stað um leið og hún skall á
urðina í gilbotninum og smaug
inn í holu, en Aguila hjó eftir
löngum halanum án þess að ná
taki.
—o—
Þetta endurtók sig nokkrum
sinnum næstu dagana. Og þótt
Dan reyndi að komast fyrir
eðlurnar og tefja för þeirra,
bar það ekki neinn árangur
því að sleipt var á klettunum
og eðlurnar bæði snarar í snún-