Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 146
154
UR VAL
að í þeim væru sennilega mikil
verðmæti. En þegar sogpípan,
sem notuð var við að ná leðju
og öðru úr húsunum, hafði ekki
skilað neinu upp á yfirborðið
nema hreinni leðju í marga
daga, ákvað Link að reyna á
nýjum stað.
Eftir nákvæma athugun á
kortinu völdu þeir sér stað rétt
við austurvegg Fort James, hins
gamla, hrezka vigis við hafnar-
mynnið. Þar rákust kafararnir
á allmarga hluti, sem allir bentu
til þess, að þeir væru að iðju
sinni i fornu eldhúsi. Heil potta-
samstæða fannst, rétt eins og
þeir höfðu stnðið í cldstæðinu:
tveir stórir koparpottar, tveir
járnpottar og lítill keramilcpott-
ur með skafti.
Sakir þess að sjórinn var svo
gruggugur, að nær ekkert sást,
voru flestir hlutir fundnir með
áhaldi, sem þefar uppi málma.
JTendel Peterson, fornleifafræð-
ingur hjá Smithsonian-stofnun-
inni rannsakaði kortið rælcilega
og komst að þeirri niðurstöðu,
að eldhúsið hefði verið i eigu
manns að nafni .Tames Littleton.
Þa hefur annað tveggja verið
notað til að sjá Fort James eða
nálægri krá fyrir mat, og í því
hafði augsýnilega verið búinn
til matur fyrir fjölda manns. í
Port Royal sem og annars stað-
ar við Karíbahaf voru eldhús
oft höfð í sérstökum húsum.
Annað kom í Ijós, þegar leið-
angursmenn færðu sig frá þess-
um stað til annars rétt hjá toll-
búðunum. Af fjölda og tegund-
um þeirra hluta, sem þar fund-
ust, þóttust Peterson og Link
þess fullvissir, að þeir hefðu
hitt á verzlun skipamiðlara. Eig-
andinn liefur að öllum líkindum
safnað gömlum byssum. Þar
fannst nefnilega sænsk her-
mannaskammbyssa frá fimmt-
ándu öld, sem áreiðanlega hefur
verið sjaldgæfur gripur, er jarð-
skjálftinn gekk yfir.
Merkilegasti hluturinn skauzt
út úr sogpípunni ásamt hinni
venjulegu leðju. Það glampaði á
hlutinn i sólskininu, og einn
kafaranna greip hann snarlega.
Við athugun kom í Ijós, að þetta
var glæsilegt koparúr í undar-
lega góðri geymd.
Kórollag, sem þakti úrskífuna,
var fjarlægt af mikilli vand-
virkni. Þar undir sáust róm-
verskir tölustafir úr silfri mjög
greinilega, og hið örsmáa kop-
arverk inni í úrinu var eins
glampandi hreint og daginn, er
það féll i sjóinn. Það vantaði
einungis vísana.
Link hélt, að þeir hefðu ef til
vill borizt inn i kóralinn og
gætu komið í ljós við röntgen-
mynd. Tannlæknir nokkur í