Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 144
152
ÚRVAL
ina, voru byggðar á lausamöl.
ASrir hlutar borgarinnar voru
timburhús og bambuskofar.
Endalok þessarar borgar urðu
með skjótum hætti 7. júni 1692.
Skömmu fyrir hádegi tók jörðin
að hrærast og ganga i bylgjum.
Eftir fyrsta jarSskjálftakippinn
kom strax annar og siSan hinn
þriSji. Þúsundir skelfingulost-
inna manna hópuðust út á göt-
urnar til aS bjarga lífi sinu, en
vissu ekki, hvert halda skyldi.
Hópur lcarla, kvenna og barna
leitaSi hælis í Pálskirkjunni og
baðst þar fyrir, en bænir fólks-
ins breyttust i skelfingaróp, þeg-
ar hinn gríðarstóri kirkjuturn
steyptist yfir þaS.
í fjarska heyrðust drunur
skriðufalla í fjallshlíðunum.
Himinninn varð dimmrauSur á
litinn. Sprungur opnuðust
skyndilega í jörðinni og gleyptu
bæði fólk og hús. Þá dundi ný
skelfing yfir. FióSbylgja reis og
kom æðandi utan af hafi. Hún
hóf skipin í Iiöfninni á loft og
skall síðan yfir borgina. Eitt
skipanna, Swan Frigot, barst
með flóðöldunni yfir hæstu hús
borgarinnar. Og sem af krafta-
verki sluppu allir skipverjar ó-
meiddir.
Ömurleg sjón.
Þegar sólin kom upp morgun-
inn eftir, blasti við ömurleg
sjón. Tveir þriðju hlutar Port
Royal voru horfnir í hafið að
fullu og öllu, og meira en tvö
þúsund íbúar höfðu týnt lifi.
Á næstu árum komst Port
Royal að nokkru til lífsins aftur,
en varð aldrei eins mikilvæg
og áður. Aftur á móti flutti
stjórnin bækistöð sína á hærri
og tryggari stað, og flest verzl-
unarfyrirtæki fylgdu dæmi
hennar. Hin nýja höfuðborg var
nefnd Kingston.
Árum saman skemmtu fiski-
mennirnir á Jamaícu sér við að
segja ferðamönnum furðusögur
um hina undursamlegu, sokknu
borg. Þeir bentu á staði, þar
sem maður átti í góðu veðri að
sjá kirkjuturninn. Það skipti
engu máli, þótt turninn eyði-
legðist árið 1692. — Frægur
kafari og ævintýramaður full-
yrti, að liann hefði fiindið al-
veg óskemmda borg á hafs-
botni þarna, og gerð var kvik-
mynd, byggð á þessari sögu
hans. En þrátt fyrir þessar heill-
andi sögur sínar gat hann ekki
komið með neitt sönnunargagn.
Aðrir kafarar, sem rannsök-
uðu svæðið, komust fljótlega að
þvi, hvernig á þessu stóð. Botn-
inn úti fyrir ströndinni var
þakinn ])ykkri, mjúkri leðju,
sem huldi sérhver merki um
borgina.
MeSal kafaranna, sem þarna