Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 46
54
kapp hans til þess að koma
áliugamálum sínum fram.
Það er ekki svo, að hér sé um
ævisögu að ræða.þótt nokkrar
myndir hafi verið dregnar úr
lífi þessa eldfjöruga umbóta-
manns. Hann lét eftir sig í hand-
riti ýmsar merkar ritgerðir. Má
meðal þeirra nefna: Hvað ég
hef hugsað, viljað og reynt og
ÚR VAL
Fyrirkomulag mannfélagsins ár-
ið 2000.
Á morgni þessarar aldar kom
hann fram sem lúðurþeytari
nýja tímans. Og með sínu glað-
lega yfirbragði fellur hann inn
í mynd hinnar ungu borgar,
sem enn er á barnsskónum og
lifir i eftirvænting livern nýjan
dag.
Indíánar kallast á um langar leiðir.
VEIÐIMAÐUR segir frá því, að hann var einhverju sinni að
veiðum í hinum þéttu og víðáttumiklu skógarlendum í nánd við
Stórugjá (Grand Canyon) i Bandaríkjunum. Hann villtist frá
veiðifélaga sínum, Louie, og vissi ekki, hvert halda skyldi. Hann
flakkaði um skógarþykknið í nærfellt fjórtán klukkustundir án
þess að bragða vott eða þurrt. Það var komið fram yfir dagsetur.
Allt í einu sá hann, hvar bjarmaði af báli uppi á klettabrún.
Hann kleif þangað upp og hitti fyrir Indíána, sem byggja skógar-
svæðið. Þeir tóku honum vel og gáfu honum vatn að drekka
og mat, sem þeir voru að gera sér. — Einn Indíánanna talaði
ensku, og sagði veiðimaðurinn honum vandræði sín. Hann bar
þá hendur að munni sér og hrópaði: „Lúúú-ííí! Lúúú-ííí.“ Meðan
þeir sátu við bálið i þögulli skógarnóttinni, heyrðu þeir kallið
endurtekið í öðrum tjaldstað Indíána í nokkurra km fjarlægð.
Og það hélt áfram að enduróma milli tjaldstaðanna á öllu skóg-
arsvæðinu, unz það virtist deyja út í fjarska, er það var endur-
tekið einhvers staðar óralangt í burtu. Svo varð allt hljótt. Ekkert
heyrðist nema daufur goluþyturinn í trjákrónunum og snarkið
I eldinum. — Skömmu seinna heyrðist kall í fjarska. Það barst
nær og varð skýrara, unz allur skógurinn glumdi við, og Indíán-
ar i tjaldstöðum skammt frá kölluðu, svo að vel heyrðist: „Haar-
ooold! Haaar-ooold!“ — Þannig fundu Indíánarnir félaga minn
fyrir mig, og við héldum heimleiðis. — Reader's Digest.