Úrval - 01.12.1961, Blaðsíða 95
SKOP
103
prestur áreiðanlega spyrja: Hver
skapaði þig? Og einn drengurinn,
Jón litli, var látinn æfa sig í að
segja það.
Svo kom prestur og allt gekk
vel, unz hann spurði:
—• Og hver hefur nú skapað
•okkur ?
Óþægileg bögn lagðist yfir stof-
una, því að Jón vantaði.
Loks reis upp lítil freknótt og
rauðhærð hnyðra. Hún hallaði
undir flatt. dró seiminn og greip
andann á lofti eftir hver tvö orð:
— Prestur. Drengurinn, sem guð
skapaðí, er veikur. Hann liggur
heima hjá sér i mislingum.
----□
UNG kona gisti á sumarhóteli í
Englandi, þar sem allir siðir voru
fast í stíl víð hinar fornu dyggðir.
Nú vildi svo til, að hún hafði vanið
sig á að sofa í náttfötum í staðinn
fyrir náttkjól, sem dömulegra
hefði þótt á fyrri árum. Þorði hún
af þeim ástæðum ekki annað en
fela náttfötin vandlega á hverj-
um morgni, því að hneyksli hefði
valdið, hélt hún, ef sézt hefðu.
Morgun einn gleymdi hún þó nátt-
fötunum útbreiddum á rúminu, en
rankaði við sér, er hún var komin
að morgunverðarborðinu. Baðst
hún því í skyndi afsökunar og
flýtti sér til herbergis síns. En
náttfötin voru þá á bak og burt.
Meðan hún var að leita þeirra
heldur óstyrk á taugum, kom öldr-
uð þjónustukona til hennar og
mælti stillilega:
— Ef ungfrúin er að leita að
náttfötunum, þá lét ég þau aftur
inn í herbergi unga mannsins!
----□
PRESTUR nokkur kom seint til
kirkju sinnar, er hann átti að fara
að messa á sunnudagsmorgni. Til
að flýta fyrir sér stöðvaði hann
bílinn og spurði lögregluþjón, er
var á vakki rétt hjá kirkjunni,
hvar hann gæti lagt bílnum. Þarna
var þá mikil umferð og þröng á
bílastæðum. — Lögregluþjónninn
svaraði með prestslegri röddu:
— Leitið, og þér munuð finna.
Hundrað þúsund kristniboðar.
Hundrað þúsund kristniboðar eru nú að störfum á starfs-
svæðum kristniboðsins í löndum, sem ekki eru kristin. Á 50 árum
hefur þessi tala fimmfaldazt. Flestir forystumenn í stjórnmálum
hinna nýju, sjálfstæðu Afríkuríkja hafa hlotið menntun sína í
skólum kristniboðsfélaganna. Tala kristniboða frá Evrópu hefur
lækkað upp á síðkastið. Vöxturinn er mestur hjá bandarísku
kristniboðsfélögunum. — Bjarmi.
— Science Digest.