Úrval - 01.06.1968, Síða 15
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN
13
Vísindi nútímans liafa fullkomnað hina hefðbundnu smásjárgerö, Ijóssmásjána
(t.v.J, svo að þaö, sem setur virkri stcekkun hennar takmörk (liölega 1000 X)
er eðli Ijósgeislanna, sem beitt er. Mun meiri stœkkun fnokkur lmndruö þús-
unr xJ fœst með rafeindasmásjánni (t.h.J, þar sem myndin fæst með rafeinda-
ferli Ijóss.
sumar skýringar hans hafi verið
endurskoðaðar.
Darwin studdi kenningar sínar
mergð röksemda og dæma, enda
hefur hann verið óvenju athugull
og rökviss fræðimaður. Hann taldi
náttúruvalið driffjöður þróunarinn-
ar. Með því að viðkoma hverrar
tegundar er örari en svo, að allir
einstaklingar geti lifað, hlýtur að
verða barátta um tilveruna, sem
lýkur þannig, að hinir hæfustu lifa.
Jafnframt gerði Darwin ráð fyrir,
að þessir hæfu einstaklingar létu
afkvæmum sínum í té eitthvað af
hæfni sinni, á þann hátt kæmu
smám saman fram ný afbrigði og
á lengri tíma nýjar tegundir, sér-
lega þar sem stofn einstaklinga lifði
á afskekktu svæði svo að kynblönd-
un við aðra einstaklinga yrði lítil
sem engin.
Hugmyndir Darwins um það, á
hvern hátt hæfileikar lifandi vera
ganga að erfðum, voru næsta ófull-
komnar á nútímamælikvarða. Und-
irstaða vísindalegrar erfðafræði var
ekki lögð, er hann birti fyrst hug-
myndir sínar um þróun lífsins.
Meðan átökin um kenningu Dar-
wins stóðu sem hæst, árið 1865, las
austurrískur mu.nkur, Gregor Jo-