Úrval - 01.06.1968, Page 17
15
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . . .
Gregor Johann Mendel (1822—1884).
Garönr klaustursins (Königinkloster)
í Brunn í Austurríki (nú Brno í
Tékkóslóvakíu), ])ar sem Mendel
rcektaöi plöntur sínar.
evrópskir vísindamenn sem næst
samtímis að sömu niðurstöðu og
Mendel þrjátíu og fimm árum áð-
ur. Þeir vöktu athygli á brautryðj-
andastörfum Gregors Mendels, og
síðan hafa erfðafræðingar talið
hann upphafsmann þessarar fræði-
greinar.
Nú kalla erfðafræðingar eindir
þær, sem Mendel kannaði, og ganga
að erfðum milli ættliða, gen. Um
eðli þeirra og verkan hafa hug-
myndir manna mjög glöggvazt hin
síðustu árin, svo sem frá er greint
í ritgerð dr. Sturlu Friðrikssonar í
síðasta hefti Náttúrufræðingsins.
Rétt eftir aldamót varð erfða-
fræðingum ljóst, að gen geta breytzt
og þar með eiginleikar þeir, sem
stjórnast af hinum breyttu genum.
Kallast þessar breytingar stökk-
breytingar eða brigð og ganga að
erfðum. í stökkbreytingum sjá flest-
ir erfðafræðingar hráefni þróunar-
innar, sem náttúruvalið velur úr
efnivið til myndunar nýrra afbrigða
og tegunda.
Hér verða nú rakin nokkur atriði
úr þróunarsögu lífsins á jörðinni,
svo sem hún verður lesin úr jarð-
lögum.
Aldur jarðar hefur verið áætlað-
ur milli fjögur og fimm þúsund
milljónir ára. Ekki er ljóst, hvenær
líf hefur kviknað á jörðinni, en
ætla má, að hún hafi verið líflaus