Úrval - 01.06.1968, Síða 21
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . .
19
frumstæða manngerð var að ræða.
Nú eru bein þessara manna þekkt
frá Suður- og Vestur-Evrópu, Norð-
ur-Afríku, frá löndum við botn
Miðjarðarhafs og nokkuð austur í
Asíu. Neanderdalsmenn hafa lifað
seint á jökultíma, fyrir um hundrað
þúsund árum: á síðasta hlýskeiði,
en einkum þó snemma á síðasta
jökulskeiði. Þeir voru svo skyldir
nútímamönnum, að sumir fræði-
menn telja þá afbrigði sömu teg-
undar. Homo sapiens, en aðrir telja
þá sérstaka tegund, Homo neander-
thalensis.
Ekki er ljóst, hvort Neanderdals-
menn runnu saman við menn með
nútímasniði, sem verður vart í Ev-
rópu er líður á síðasta jökulskeið
jökultímans, eða hvort hinir síðar-
nefndu hafa eytt þeim. Vér vitum,
að Neanderdalsmenn hverfa um
sama leyti og fram koma í Evrópu
menn með nútímasniði. Fáir mann-
íræðingar ætla Neanderdalsmenn
beina forfeður vora, líklegra þykir,
að þessar tvær manngerðir séu hlið-
argreinar á sameiginlegu þróunar-
tré. Mundu Neanderdalsmenn þá
hafa verið sérlega aðlagaðir lífi á
jökultíma. Sumir fræðimenn telja
frumbyggja Ástralíu skyldari Ne-
anderdalsmönnum en aðra nútíma-
menn, en menn líkir Neanderdals-
mönnum hafa fundizt steingerðir í
Asíu suðaustanverðri.
Seint á nítjándu öld fann hol-
lenzkur herlæknir á Jövu, Eugen
Dubois (1858—1940), steingerðar
menjar manns, sem verið hefur
mun frumsæðari en Neanderdals-
menn. Hlaut hann nafnið Pithecant-
hropus erectus — hinn upprétti
apamaður. Fundur þessi vakti mikla
athygli fræðimanna, en jafnframt
tortryggni sumra.
Eiginlega hóf Dubois leit sína að
leifum frumstæðra manna á Jövu
á skökkum forsendum. Ernst Ha-
eckel prófessor í Jena, sem fyrr
er nefndur, taldi gibbonapa skyld-
asta mönnum af núlifandi dýrum.
Þessi kenning er nú talin röng, þar
sem allir hinir eiginlegu mannapar:
simpansi, górilla og órangútan, eru
líkari mönnum að líffæragerð. En
samkvæmt kenningu Haeckels var
talið vænlegt að leita forfeðra vorra
á heimaslóð gibbonapa, svo sem á
Jövu. Eugen Dubois fýsti að leita
uppruna manna. Sem hollenzkur
læknir átti hann auðvelt með að fá
stöðu sem herlæknir í Hollenzku
Austur-Indíum, og árið 1899 sigldi
hann til Súmötru. Þaðan fluttist
hann til Jövu og varði öllum frí-
stundum sínum þar eystra með
skóflu og haka í leit að steingerv-
ingum. Á árunum 1891—1892 gróf
hann upp hluta úr höfuðkúpu og
lærlegg úr apamanni, sem hann
lagði fram á fræðimannaþingi í
Leiden í Hollandi nokkrum árum
síðar. Sumir vísindamennirnir töldu
beinin raunverulega úr frumstæð-
um manni, en aðrir töldu þau úr
gibbanapa eða úr nútímamanni —
og hreint ekki jafngömul og Dubois
ætlaði. Við þetta fyrtist Dubois.
neitaði að sýna nokkrum vísinda-
manni beinasafn sitt. Samstarfs-
menn hans á Jövu sendu honum
bein til Evrópu allt til aldamóta,
en enginn fékk að skoða þau! Laust
eftir 1920 sýndi hann loks tveiminr
mannfræðingum bein apamannsins