Úrval - 01.06.1968, Síða 21

Úrval - 01.06.1968, Síða 21
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . . 19 frumstæða manngerð var að ræða. Nú eru bein þessara manna þekkt frá Suður- og Vestur-Evrópu, Norð- ur-Afríku, frá löndum við botn Miðjarðarhafs og nokkuð austur í Asíu. Neanderdalsmenn hafa lifað seint á jökultíma, fyrir um hundrað þúsund árum: á síðasta hlýskeiði, en einkum þó snemma á síðasta jökulskeiði. Þeir voru svo skyldir nútímamönnum, að sumir fræði- menn telja þá afbrigði sömu teg- undar. Homo sapiens, en aðrir telja þá sérstaka tegund, Homo neander- thalensis. Ekki er ljóst, hvort Neanderdals- menn runnu saman við menn með nútímasniði, sem verður vart í Ev- rópu er líður á síðasta jökulskeið jökultímans, eða hvort hinir síðar- nefndu hafa eytt þeim. Vér vitum, að Neanderdalsmenn hverfa um sama leyti og fram koma í Evrópu menn með nútímasniði. Fáir mann- íræðingar ætla Neanderdalsmenn beina forfeður vora, líklegra þykir, að þessar tvær manngerðir séu hlið- argreinar á sameiginlegu þróunar- tré. Mundu Neanderdalsmenn þá hafa verið sérlega aðlagaðir lífi á jökultíma. Sumir fræðimenn telja frumbyggja Ástralíu skyldari Ne- anderdalsmönnum en aðra nútíma- menn, en menn líkir Neanderdals- mönnum hafa fundizt steingerðir í Asíu suðaustanverðri. Seint á nítjándu öld fann hol- lenzkur herlæknir á Jövu, Eugen Dubois (1858—1940), steingerðar menjar manns, sem verið hefur mun frumsæðari en Neanderdals- menn. Hlaut hann nafnið Pithecant- hropus erectus — hinn upprétti apamaður. Fundur þessi vakti mikla athygli fræðimanna, en jafnframt tortryggni sumra. Eiginlega hóf Dubois leit sína að leifum frumstæðra manna á Jövu á skökkum forsendum. Ernst Ha- eckel prófessor í Jena, sem fyrr er nefndur, taldi gibbonapa skyld- asta mönnum af núlifandi dýrum. Þessi kenning er nú talin röng, þar sem allir hinir eiginlegu mannapar: simpansi, górilla og órangútan, eru líkari mönnum að líffæragerð. En samkvæmt kenningu Haeckels var talið vænlegt að leita forfeðra vorra á heimaslóð gibbonapa, svo sem á Jövu. Eugen Dubois fýsti að leita uppruna manna. Sem hollenzkur læknir átti hann auðvelt með að fá stöðu sem herlæknir í Hollenzku Austur-Indíum, og árið 1899 sigldi hann til Súmötru. Þaðan fluttist hann til Jövu og varði öllum frí- stundum sínum þar eystra með skóflu og haka í leit að steingerv- ingum. Á árunum 1891—1892 gróf hann upp hluta úr höfuðkúpu og lærlegg úr apamanni, sem hann lagði fram á fræðimannaþingi í Leiden í Hollandi nokkrum árum síðar. Sumir vísindamennirnir töldu beinin raunverulega úr frumstæð- um manni, en aðrir töldu þau úr gibbanapa eða úr nútímamanni — og hreint ekki jafngömul og Dubois ætlaði. Við þetta fyrtist Dubois. neitaði að sýna nokkrum vísinda- manni beinasafn sitt. Samstarfs- menn hans á Jövu sendu honum bein til Evrópu allt til aldamóta, en enginn fékk að skoða þau! Laust eftir 1920 sýndi hann loks tveiminr mannfræðingum bein apamannsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.