Úrval - 01.06.1968, Side 66

Úrval - 01.06.1968, Side 66
64 ÚRVAL hvalveiSar hafa blómgazt. En hver er þessi skepna, sem menn sækjast svo mjög eftir að veiða í að árið 1868 hafi þrjátíu hvalir veiðzt, 116 árið 1878, 709 árið 1888, slíkum mæli? Þótt hvalir fæðist 1 sjó og ali þar allan sinn aldur, þá eru þeir spendýr, sem eftir milljóna ára dvöl á landi, hurfu aftur til sjávar. Hvalir anda sem sé og myndu drukkna ,ef þeim af einhverjum ástæðum dveldist um of í kafi, en þeir blása venjulega á um það bil stundarfjórðung's fresti. Hinsvegar geta þeir verið allt að klukkustund í kafi, til dæmis ef þeir særast. Blástursstrókurinn, sem frá þeim sést, er líkt sam- settur og andgufa fólks á vetrar- degi. Líkamshiti hvala er stöðugur eins og hjá öðrum spendýrum, en spiklagið er þeim til hlífðar í köld- um sjó og spikið léttir þá einnig í sjónum, án þess myndu þeir sökkva. Hvölum er skipt í tvo aðalflokka, tannhvali og skíðishvali. Búrhval- ur er helztur tannhvala, en reyð- arhvalir, svo sem langreyður og steypireyður, eru kunnastir skíð- ishvala. Steypireyður og langreyð- ur eru stærstar allra hvala, en nafn sitt draga skíðishvalirnir af grófhærðum hornplötum er þeir hafa í stað tanna. Þeir lifa á svifi og ýmsum smádýrum í yfirborði sjávar og er þeir taka kjaftfylli rennur sjórinn út á milli skíðanna, en svifið verður eftir. Hvalir eru stærstir allra jarðar- búa, fyrr og síðar og steypireyður þeirra stærst. Hún getur orðið rösk 100 fet á lengd og vegið um 120 lestir, en til samanburðar má geta þess, að meðalþungi fíls er innan við fimm lestir og talið er að stærstu risaeðlur hafi vegið milli 30 og 35 lestir. Langreyður er venjulega um 60 fet á lengd og vegur um 60 lest- ir, en dæmi eru þess, að veiðzt hafi 80 feta löng langreyður. MARKAÐUR En hvað gerir hvali svo eftirsókn- arverða sem raun ber vitni? Afurð- ir þær, sem unnar eru, hafa tekið breytingum gegnum árin. Fyrst var sóttst eftir hvölum vegna skíðanna og lýsisins, og ennfremur fannst stundum skrýtið efni í innyflum sjúkra búrhvela, svonefnt ambur, en það var notað við framleiðslu ilmvatns og gerði það að verkum, að ilmurin loddi lengur við. Ambur var mjög eftirsótt til þessara nota og því mjög dýrt. En nú eru afurðirnar aðrar. Skíðunum, sem áður voru eftirsótt vara, er nú fleygt, en flest annað af hvalnum er nýtt til hins ítrasta. Kjötið er soðið og sett í geymslu, en stundum er kjöt og bein malað saman og notað í dýrafóður. Þá eru hvalaafurðir notaðar í smjörlíkis- framleiðslu, ýmis lyf og gróður- áburð og í síðari heimsstyrjöldinni var hvallýsi notað í sprengiefna- framleiðslu. Nútíma hvalveiðar eru skilget- ið afkvæmi tæknialdar. Upphafs þeirra er að leita til ársins 1868, þegar Norðmaðurinn Svend Foyn fann upp fallbyssu, sem hægt var að skjóta úr skutlum. Eftir nokkurra ára tilraunir fullkomnaði Foyn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.