Úrval - 01.06.1968, Page 67

Úrval - 01.06.1968, Page 67
HVAÐ HEFUR GERZT í HVALVEIÐUM? 65 uppgötvun sína, meðal annars með því að koma fyrir sprengju í skut- ulsoddinum. Síðan komu gufuskip- in til sögunnar, búin fullkomnari tækjum til veiðanna og juku enn á afköst í þessari atvinnugrein. Sérstakir hvalbátar eru nú notaðir til sjálfra veiðanna og flytja þeir feng sinn annað hvort til móður- skips, eða verksmiðju í landi. Bát- arnir, ef báta skyldi kalla, eru flestir frá þremur upp í fimm hundruð lestir að stærð, bunir öll- um helztu siglinga- og öryggis- tækjum nútímans. Fremst í hverj- um bát er hvalbyssan, fallbyssa, sem hægt er að skjóta úr 75 kílógramma skutli á fimmtíu til sextíu faðma færi. í hverjum bát eru loftdæl- ur til þess að hægt sé að setja loft í hval, þegar hann er dauður, og láta hann fljóta, því að þannig verður hann léttari í drætti. Oft- ast er verksmiðjuskip í för með hvalbátunum, en þessum skipum hefur verið vel lýst í bók R. B. Robertsson, „Um hvali og menn“, en þar kemst hann svo að orði á einum stað: „Hugsum okkur, að tvö stór tankskip séu fest saman hlið við hlið og úr þeim gerður einn skrokkur, þannig að skipsbotninn yrði breiðara og hornið við kjölinn sljórra. Þetta skip myndi rista grunnt og vera hátt í sjónum. Síð- an skulum við hugsa okkur, að nýi skrokkurinn yrði skorinn í sundur við aftursiglu tankskipanna og þar gerð göng frá sjólínu í skut er lægju fram í skipið og hækkuðu að aðalþilfari. Þessi göng yrðu nægilega breið til þess, að þar gætu tvær járnbrautarlestir hugs- anleg'a mætzt, en göngin myndu opnast út á aðalþilfarið rétt fram- an við reykháfana .... aðalþilfar hvalmóðurskips skiptist í tvö hval- skurðarplön, og á hvoru þeirra er hægt að vinna að skurði eins níutíu feta hvals að minnsta kosti. Undir hvalskurðarplönunum er sjálf verksmiðjan, geysi stór geym- ur, með vélar á þremur milliþil- förum og síðan taka við tankar, er ná niður að kili, og í þá er hægt að setja 20.000 lestir af lýsi og þaðan af meira.“ — Um borð í verksmiðju- skipinu vinna um 700 menn í þá átta mánuði, sem hvalvertíðin stendur í Suður-ísnum. Hvalmóðurskip er í rauninni risastórt sláturhús, en gufuvindur um borð hafa gert hvalvinnsluna kleifa. Hvalvinsla þekkist einnig í stöðvum í landi og hafa þær all- an hinn sama búnað og er um borð í hvalmóðurskipunum til þess að vinna hvalkjöt í dýrafóður og úr spikinu lýsi. Hvalbátarnir slefa þá veiði sinni til landsstöðvanna, sem á Suðurhveli eru í Ástralíu, Brazi- líu, Chile, Nýja-Sjálandi, Perú, Suður-Afríku og Suður-Georgíu á Suðurskautslandinu. Stundum tekur hvalskurður ekki nema fjörutíu mínútur, og er það næstum ótrúlegur hraði, þegar manni verður hugsað til þess, að kjálkabein steypireyðar vega tvær lestir, hryggurinn tíu lestir, höf- uðkúpan fjórar og hálfa lest, lifr- in eina lest, blóðið átta lestir, kjöt- ið 56 lestir, tungan þrjár lestir, hjartað eina og hálfa lest og spik- ið 26 lestir. Hver hvalur var árið 1955 virtur á um það bil fimm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.