Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 70

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 70
68 gerð hennar þurfi að hljóta sam- þykki fulltrúa allra þeirra ríkja, sem aðild eiga að henni, sérhvert ríki hefur sem sé neitunarvald og á það einnig við um takmarkanir heildarveiði. Til dæmis gerðist það árið 1964, að ekki varð samkomu- lag 1 nefndinni og nam heildarveið- in á hvalvertíðinni það ár 7.065 bláhvalseiningum. Alþjóðanefnd- in er því aðeins starfhæf, að innan hennar sé algert samkomulag um nauðsynlegar reglur, en nefndin hefur ekki vald til þess að fylgja reglunum eftir. Ekki er hægt að neyða neitt ríki til þess að ger- ast aðili að nefndinni, og virði hvalveiðimenn þeirra þjóða, sem ekki eiga aðild, reglur nefndarinn- ar að vettugi, getur nefndin ekki gripið til annarra ráða en reynt að tala um fyrir þessum skammsýnu hópum. Árið 1966 fór nefndin þess á leit við Chile og Perú, að þar yrði reglum nefndarinnar um lág- marksstærð búrhvela framfylgt og á síðasta ári setti Norman Buchan ráðstefnu alþjóðanefndarinnar með þessum orðum: „Tölur um minnk- andi veiði skýra sig sjálfar, ef hvalir eiga að þrífast um ókomin ár og verða komandi kynslóðum mikilvægur forði, og eigi hvalveið- ar og iðnaður þeim tengdur ekki að líða undir lok, verður að grípa til róttækra og hagnýtra ráðstafana". Þótt veiðin hafi farið minnkandi, er enn veiddur ógnarfjöldi hvala á ári hverju. í fyrra voru veiddar 2.893 langreyðar, 12.368 sandreyðar og 4.960 búrhveli í Suðurísnum, og til 24 hvalstöðva utan Suðurskauts- svæðisins bárust 29.536 hvalir og ÚRVAL að auki voru drepnir 1934 búrhvalir í tíu leiðöngrum öðrum. í skýrslu Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um veiðina 1965 til 1966 segir: „Athyglisverðust er hin mikla rýrn- un langreyðar-veiðinnar, sem varð 1965 til 1966 aðeins þriðjungur þess, sem veiddist næstu vertíð á undan og aðeins tæpur tíundi hluti meðalveiði eins og hún var milli 1950 og 1960.“ — Hvernig verður þetta skýrt? Auðsætt virðist hvert stefnir, ofveiði leiðir til útrým- ingar. Eftir því sem næst verður komizt var tala langreyða 37.700 árið 1966 og séu veiddir fleiri en 4.500 langreyðar á ári mun enn ganga á stofninn. Arthur Bourne, fulltrúi þeirrar stofnunar, sem vinnur að verndun og friðun sjald- gæfra dýrategunda, hjá alþjóða hvalveiða-eftirlitsnefndinni, hefur deilt mjög harðlega á hvalveiði- menn og sakað þá um gendar- lausa ofveiði. Bourne lýsti því með- al annars, þegar þriggja manna rannsóknarnefnd lagði tillögur fram um tiltekna heildarveiði, og sagði: „En vísindamennirnir gátu ekki talið forráðamenn hvalveiðanna á að hlíta þessum reglum árið 1964 og á næstu vertíð fékk hver að veiða eins og hann vildi. Þá blöskr- aði þó öllum, jafnvel hvalveiði- mönnunum sjálfum ,og árið 1965 varð að samkomulagi ,að ekki mætti veiða meira en næmi 4.000 blá- hvalseiningum, sem var í rauninni hærra en vísindamennirnir lögðu þá til. í fyrra var þetta lækkað niður í 3.500 bláhvalseiningar, sem líka var allt of mikil veiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.