Úrval - 01.06.1968, Side 81

Úrval - 01.06.1968, Side 81
ALFRÆÐIORÐABÓK DIDEROTS 79 mesta átak frá því fyrst var farið að gefa út bækur og fram á þennan dag. Fyrstu tilraunirnar í þessa átt voru gerðar þegar á seytjándu öld. Á þeirri öld var franska akademían stofnuð, en verndari hennar var Jean Baptiste Colbert, hinn mikli ráðgjafi Lúðvíks 14. Árið 1675 bað Colbert akademíuna að taka að sér að undirbúa samningu alfræðibók- ar, sem átti að heita Lýsingar á fullkomnustu aðferðum við tilbún- ing listaverka og listiðnaðar, og átti sú bók að hafa hagnýta þýðingu, og í henni að vera fjölda mynda til að fara eftir. Það var ekki byrjað að prenta hana fyrr en um miðja átj- ándu öld, en undirbúningurinn kom að notum við samningu annarra al- fræðiorðabóka. Brautin var þegar rudd og hið næsta spor var útgáfa alfræðiorða- bókar þeirrar, sem kennd er við Corneille 'og kallaðist Orðabók um listir og vísindi (1694, og næst kom Orðabók um sagnfrœði með skýr- ingum og athugunum (1697), kennd við Bayle, og voru hvor um sig í tveimur bindum, en snemma á átj- ándu öld kom út Ný almenn ensk orðabók (New General English Dictionary), kennd við Dyche, og Cyclopœdia Chambers. En á þessu tímabili jókst skilningur manna og þekking á heiminum með svimandi hraða, og jafnframt skilningurinn á því að þörf væri á að gera þekk- ingu sem tilkvæmasta og aðgengi- legasta með því að safna henni sam- an í eitt rit. Það var útgefandi nokkur í París, André Francois Le Breton að nafni, sem fyrstur kom með þá hugmynd, sem átti eftir að vinna Diderot heims- frægð. Francois Le Breton var uppi á árunum 1708—1779. Líklega hef- ur hann fengið hugmyndina frá frí- múrurum, en sá félagsskapur var litinn hornauga bæði af ríki og kirkju á átjándu öld, einkum vegna þess að hann studdi af áhuga vísindi og heimspeki. Árið 1740 var svo komið, með tilstyrk frímúrara, að unnt var að leggja hin fyrstu drög að alfræðiorðabók, og þó að lítið sem ekkert yrði svo úr því, mun það hafa orðið þessum unga útgef- anda hvatning til þess að hefjast handa um nýtt verk. Aðeins liðlega tvítugur var þessi stálharði persónuleiki Le Breton, orðinn meistari í frímúrarastúku sinni, og konunglegur prentari var hann skipaður þrjátíu og tveggja ára. Fáum árum síðar, eða um 1745, hófst hann handa um undirbúning orðabókarinnar, og var fyrsta verk- ið að gera samning við tvo menn um að þýða Cyclopediu Chambers, og svo fékk hann konungsleyfi til að prenta hana. Áætlun um útgáf- una kom út 1745, og var mönnum boðið að gerast áskrifendur að þýð- ingu á riti Chambers, sem vera skyldi í fimm bindum. En þá risu deilur milli þeirra sem verkið áttu að vinna, og meðan ver- ið var að jafna þær, gerbreyttist áætlunin um útgáfu ritsins. Samn- ingarnir við þýðendurna voru gerð- ir ógildir, og Le Breton gaf út áætlun um miklu stærra rit, fékk til þess nýtt leyfi konungs. En svo vantaði nægilegt fé til að halda úti þessarri svo mjög stækkuðu útgáfu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.