Úrval - 01.06.1968, Side 91
Uppi í Úralfjöllum 1100
mílna leið frá Moskvu
er mikið granítbjarg,
sem á eru höggnar tvær
örvar. Önnur örin bend-
ir í vestur og við hana er letrað:
Evrópa, hin örin bendir í austur og
við hana stendur: Asía.
Fyrir milljónir af Rússum hefur
þessi „tárasteinn“, þýtt útlegð um
aldur og ævi, þar sem engin von
var um heimferð aftur, því að þarna
byrjar Síbería, en við það nafn hef-
ur um langan aldur verið tengt
ógn og vonleysi.
Mörgum útlendingum eru hinar
miklu víðáttur Síberíu, næstum tí-
undi hluti af yfirborði þurrlendis
jarðarinnar, jafn framandi og sú
hlið tunglsins, sem frá okkur snýr.
Nú er að verða breyting á þessu.
Það er hláka í lofti. Sovétstjórnin
leyfir nú ekki aðeins ferðalög þang-
að, heldur hvetur ferðamenn til að
leggja þangað leið sína og kynnast
landinu. Vegna þessara breyttu að-
stæðna tók ég mig til síðastliðið
sumar og lagði upp í þá lengstu og
ódýrustu ferð, sem ég hefi nokkru
sinni farið. Ég fór frá Japan til
Nakhodka með litlu og þægilegu
sovézku skipi. Nakhodka er ný og
ört vaxandi borg, 60 mílum fyrir
austan Vladivostok. Ég fór þaðan
með lest til Vladivostok, þar sem
ég steig um borð í Hraðlestina
miklu, sem gengur milli Vladivo-
stok og Moskvu. En það er lengsta
lestarferð þessarar jarðar, eða hart-
nær 5800 mílur og tekur ferðin sex
nætur og sjö daga, eða þrettán dæg-
ur.
Ef þú ferðalangur góður, ert
Aliir um
borð í
Siberíu-
hraðlestina
Eftir GORDON GASKILL
Fyrir milljónir af Rússum
hefur þessi „tárasteinn“
þýtt útlegð um aldur og ævi,
þar sem engin von var um
heimferð aftur, því að þarna
byrjar Síbería, en við það
nafn hefur um langan aldur
verið tengt ógn og vonleysv.
Readers Digest
89