Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 92
90
URVAL
gæddur nokkru umburðarlyndi og
einnig nokkurri forvitni, er þetta
ógleymanlegt ferðalag.
Fæðið um borð er svona upp og
ofan. Klefarnir eru í stíl við Viktor-
íutímans og það er þétt setið, venju-
lega þrír eða fjórir í klefa. En það
sem tapast þannig í einkaþægind-
irm, vinnst upp í samveru. Það er
með engu móti hægt að kynnast
rússneskum körlum eða konum með
þægilegra móti en í svona langferð.
Þetta er furðulega ódýrt ferðalag
á milli tveggja heimsálfa og engin
leið til að komast frá Austurlöndum
til Evrópu á ódýrari hátt. Farseðill,
keyptur fyrir alla ferðina frá Tokíó
til Moskvu, og er þá í verðinu falið
fargjaldið fjrrst með skipi og síðan
með lest til Vladivostok og síðan
farangursgjald, og fæði í tíu daga
— kostaði á fyrsta farrými 380 doll-
ara.
Það er allskonar fólk, sem ferð-
ast þessa leið. Fólkið, sem var með
lestinni þessa ferð, sem ég fór, var
hvaðanæva. Þar voru 40 Banda-
ríkjamenn, 12 Bretar, og síðan hrafl
af Kanadamönnum, Ástralíumönn-
um, Ný-Sjálendingum, Hollending-
um og Þjóðverjum.
Sumir hurfu úr lestinni á hinum
ýmsu viðkomustöðum, aðrir héldu
alla leið til Moskvu. Stúdent einn
frá Princeton háskóla var þarna á
skyndiferð heim til að taka eitt-
hvert próf, sem hann þurfti nauð-
synlega að ljúka. Ástralskur lög-
fræðingur var á leið til London.
Ein tylft eða svo, Norður-Vietnama,
voru á leið til Moskvu til að læra
að fljúga MIG þotum, í baráttunni
við okkur (það er Bandaríkjamað-
ur sem skrifar greinina. þýð.).
Það getur leikið á ýmsu um klefa-
félagana. Þar ræður hendingin ein.
í kojunni fyrir ofan mig var stú-
dentinn frá Princeton háskóla, og
og við biðum með eftirvæntingu
eftir því, hverjir yrðu klefanautar