Úrval - 01.06.1968, Page 96

Úrval - 01.06.1968, Page 96
94 ÚRVAL skæri á þessa lífæð, þessa fjórföldu röð brautarteina, þá væri svipað því, og járnbrautin bandaríska frá hafi til hafs, og síðan allt þjóðvega- kerfi þessa sama lands á þessari leið, væri eyðilagt. Það er því engin furða, þótt rússnesku herforingjun- um sé ekki rótt. Um þessar mundir, eru öll hergögn, sem Rússar senda Vietnammönnum, en þeir leggja þeim til 80% þeirra hergagna, sem þeir nota, send með þessari járn- braut. Það er svo sem ekki mikið mark- vert að sjá í Síberíu úr lestinni séð. Utan borganna, er varla hægt að segja að sjáist vegarspotti, ekki lagður vegur, heldur troðnar slóðir aðeins. Þarna eru ómálaðir kofar, girðingaræksni, blóm á stangli, endalausar breiður af kartöflugrasi, og bíll sést að heita má aldrei og sjaldan reiðhjól utan borganna. Fá- menni er svo mikið að hver einstak- ur maður vekur athygli, endrum og eins sjást strákar að svamla naktir í tjörn, eða stúlka á kartöfluakri, og vekur hún kannski furðu ferða- langsins, því að hún er máski í bikini baðfötum, við vinnu sína. Stöku sinnum sjást karlmenn sitja umhverfis áningareld við að hita sér te. Þrátt fyrir hina geysilegu stærð landsins, og stöðuga fólks- flutninga þangað og öran vöxt borga eru þarna ekki enn fleiri íbúar en í New York og Nýja-Englandi saman- lagt. En það er enginn áróður að Sí- bería sé ótrúlegt auðugt land. Þar eru sífellt að finnast nýjar olíulind- ir, demants- og gullnámur, kol og álefni. Síbería er svo auðugt af kolum, að það er haldið, að þar sé meira um kol, en í allri Vestur- Evrópu. Um margra ára bil héldu jafnvel sérfræðingar, að þessi auðæfi lægju um aldur og ævi ónotuð vegna hinna miklu og stöðugu frosta í jörðu. En það er ekki svo lengur. Vísindin hafa nú leyst þrautina og opnað dyrnar að þessum auðæfum, jafn- vel harðasta vetrartímann. Það er næstum lokið við að byggja hina furðulegu borg Aikhal, en hún er fjærst í norðri. Hún er algerlega lokuð og öll undir einu þaki. Það skiptir engu máli, þó að mælirinn sýni 20 stiga frost, þú gengur um á skyrtunum á götum þessarar borg- ar. í demantsnámunum þar í grennd er unnið allan ársins hring. Tökum dæmi af borginni Novo- sibirsk, sem er stærsta borgin aust- an Úralfjalla. Novosibirsk er óvist- leg og ljót borg með verksmiðju- samstæðum mílu eftir mílu og feikn- legum verkamannabústöðum líkust- um bröggum. En þarna er geysileg framleiðsla á allskyns tækjum, neyzluvörum, vatnsaflshreyflum, vísindatækjum. Og það eru tylftir annarra ört vaxandi borga af þessu tagi í Síberíu, þar sem áður var að- eins villtur skógur fyrir tíu áriun síðan. Þetta á við t.d. um „Vísinda- borgina“, í Akademgorodok, þar búa um það bil 30. þús. vísindamenn, verkfræðingar og tæknifræðingar. Þetta furðulega býflugnabú afburða heila fæst við hin margvíslegustu viðfangsefni, þar á meðal, hvernig hægt sé að nýta Síberíu. Klukkustundarakstur frá Irkutsk liggur hið einkennilega vatn Baikal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.