Úrval - 01.06.1968, Page 108
Aristedes de Sousa Mendes bjargaði 10.000 mannslífum
en fórnaði fyrir það stöðu sinni.
Óhlýðni konsúlinn
Árið 1940 var mjög tví-
sýnt um hvort fyrr
kæmi í París, nazistar
eða sumarið. Nazistar
urðu viku á undan. 10.
júní flutti franska stjórnin frá
París til Tours, og síðan suður til
Bordeaux. Á hæla henni komu
þúsundir flóttamanna, sem flýðu
gasklefana. Flóttamannastraum-
urinn þakti vegina og flæddi út
um allar sveitir, ýmist gangandi,
akandi í kerrum, í bílum eða ríðandi
hjólhestum. í grennd við Bordeaux
voru raðir af auðum og yfirgefnum
bílum meðfram öllum vegum.
30.000 flóttamenn komust til
Bordeaux. Þaðan var ekki nema
ein undankomuleið: yfir Pyrenea-
fjöll og þaðan um Spán til Portú-
gals. En Portúgal var hætt að svara
beiðnum frá Bordeaux um vega-
bréf. Þessvegna varð ekki komizt
á löglegan hátt þangað um Spán,
og stóðu flóttamenn uppi ráðalaus-
ir þar sem þeir voru komnir. Fyrir
utan portúgalska konsúlatið stóðu
alla daga hópar af flóttamönnum,
illa til fara, og biðu þolinmóðlega
eftir að fá afgreiðslu.
En inni í húsinu sat maður nokk-
ur ekki öldungis ómerkur orða
sinna og gjörða, — hins vegar var
hann kominn langt áleiðis með að
fyrirgera stöðu sinni og frama.
Þétta var aðalkonsúll Portúgals í
Frakklandi, Aristedes de Sousa
Mendes.
Þessum manni var ekki sjálfrátt
— hann mátti ekki aumt sjá. Áður
en Frakkland féll í hendur nazist-
um hafði hann hjálpað mörgum
flóttamanninum um vegabréf og
farareyri. Hann hafði gefið út
106
Catholic Digest