Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 113

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 113
SQUALUS ER SOKKINN 111 sem sjórinn þrýsti á undan sér fram eftir skipinu. — Látið alla aðalkjölfestu fara, skipaði skipstjórinn, Það færðist líf í mennina í stjórnklefanum, sem höfðu orðið stjarfir af skelfingu, þegar þeim bárust þessi válegu tíð- indi, og þeir tóku til starfa. Þrýsti- lofti var dælt inn í tankana, sem fylltir höfðu verið af sjó við köf- unina, en þrýstingurinn á loftinu átti að vera nægjanlegur til að pressa sjóinn úr þeim aftur. Við þessar aðgerðir byrjaði Squalus að lyftast að framan og eitthvað hreyfðist hann upp á við, máski hefur hann rekið trjónuna upp úr sjónum, en þá gerðist skuturinn aft- urþungur um of, og hann tók að síga aftur í djúpið dökkva. Norður- Atlantshafið geymir margan far- kostinn og nú leit helzt út fyrir að kafbáturinn Squalus fengi þarna legurúm. HELDUR ÞESSI MAÐUR, AÐ HANN SÉ JULES VERNE? Nú víkur sögunni til Charles Momsen. Hann var einhvern tím- ann spurður að því, hvað hann ótt- aðist mest um borð í kafbáti, ef hann sykki. — Að ég væri ekki um borð, svar- aði Momsen. Þetta var ekkert stofuraup. Sví- inn Momsen er kjálkabreiður tungu- mjúkur kafbátsforingi og veit meira um björgun úr hafdjúpunum held- ur en nokkur annar maður á þess- ari jörð. Um fjórtán ára skeið hef- ur hann verið að brjóta heilann um aðferðir til að bjarga mönnum úr sokknum kafbáti. Þegar Momsen sjálfur var í kaf- bátaskólanum, varð forðazt að ræða það, hvernig hægt væri að komast út úr kafbáti, ef eitthvað gengi úr skorðum, og hann sykki til botns. Það var forðazt að ræða þetta vandamál einfaldlega af því, að það voru engin ráð kunn til að bjarga mönnum undir þeim kring- umstæðum. Á þessum dögum var aðbúnaður manna um borð í kaf- báti afburða slæmur. Kojan, sem Momsen lá í á fyrsta kafbátnum, sem hann var um borð í, var mjó renna meðfram tundurskeyti. Það var handlaug um borð, en engin sturta. Aðstaða til þvotta á fötum var engin, ekki heldur nein köld geymsla fyrir matvæli og allt kjöt var venjulega löngu orðið skemmt áður en hægt var að éta það. Ekk- ert salerni var á þessum kafbátum og urðu menn ef kafbáturinn var í kafi, að notast við fötu hálffulla af svartolíu, en ofansjávar settust menn á límböndin, sem strengd voru í stað lunningar, og var það ónæð- issöm salernisseta, eins og íslenzkir sjómenn kannast vel við, þar sem þeir bjuggu við svipaðar aðstæður fram á síðasta áratug, og reyndar auðvitað enn á smærri bátum. Ef kafbátar þess tíma, sem Mom- sen var að læra sitt fag á, sukku vegna bilunar, gátu sjómennirnir talið sig gæfusama, ef þeir drukkn- uðu, en þurftu ekki að bíða köfn- unar með öðrum og seinvirkari hætti. Um björgun var ekki að ræða. Það gat auðvitað hent að menn björguðust fyrir einhverja óskilj- anlega hendingu, eins og átti sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.